Lögregla stoppaði vegfarendur og bauð þeim far í bólusetningu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. júní 2021 15:54 Bólusetningar hafa gengið ágætlega í Húsavík. vísir/vilhelm Mikið kapp var lagt í að koma út öllum bóluefnaskömmtum sem heilsugæslan á Húsavík hafði til umráða í gær eftir heldur dræma mætingu í bólusetningu. Lögreglan á Húsavík lagði þar hönd á plóg, fór á rúntinn, fann óbólusett fólk og kippti því með sér á bólusetningarstöðina. Vísir ræddi við Reykvíking nokkurn sem var staddur á Húsavík í fjölskyldufríi í gær. Sá var óvænt stoppaður af lögreglunni og spurður hvort hann væri bólusettur. Það var hann ekki og var honum því kippt upp í bíl og keyrður í íþróttahúsið í bænum. Og fjórum mínútum síðar er hann kominn með fyrri sprautu af bóluefni Pfizer. Samstarfsverkefni framlínufólks Vísir náði ekki í lögregluna á Húsavík í dag en ræddi við Áslaugu Halldórsdóttur, yfirhjúkrunarfræðing á Húsavík. Hún segist ekki hafa vitað af því að lögreglan hafi farið á rúntinn til að koma út bóluefni í gær en trúir því þó vel upp á hana. Bólusestningarverkefnið er jú samstarfsverkefni eins og hún bendir á: „Hér hefur slökkviliðið, lögreglan, sjúkraflutningamenn og hjúkrunarfólk bara tekið höndum saman þegar það er svona stór hópur boðaður í bólusetningu,“ segir hún. Sjá einnig: Svona raðast árgangarnir í bólusetningu næstu þrjár vikur. Um sjö hundruð manns voru boðaðir í sprautu með efni Pfizer á Húsavík í gær. „Svo stóðu út af nokkuð margir skammtar eins og gengur og gerist. Fólk er náttúrulega bara boðað með SMS-i með litlum fyrirvara og það er allur gangur á því hvar fólk er og hvort það kemst,“ segir Áslaug. Því hafi það verið látið berast um bæinn að hver sem er gæti mætt í íþróttahúsið og fengið bólusetningu, svo skammtarnir færu ekki til spillis. Fjöldi Húsvíkinga auglýsti þetta á Facebook-síðum sínum. „Efnið er auðvitað viðkvæmt og lifir bara í ákveðið langan tíma eftir að búið er að blanda það,“ segir Áslaug. Spurð hvort Facebook-auglýsingar Húsvíkinga og rúntur lögreglunnar hafi skilað ætlunarverki sínu telur hún svo hafa verið. Vel tókst að koma aukaskömmtunum út en Áslaug er ekki alveg viss hvort fáeinir skammtar hafi verið eftir eftir gærdaginn. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Norðurþing Lögreglan Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Sjá meira
Vísir ræddi við Reykvíking nokkurn sem var staddur á Húsavík í fjölskyldufríi í gær. Sá var óvænt stoppaður af lögreglunni og spurður hvort hann væri bólusettur. Það var hann ekki og var honum því kippt upp í bíl og keyrður í íþróttahúsið í bænum. Og fjórum mínútum síðar er hann kominn með fyrri sprautu af bóluefni Pfizer. Samstarfsverkefni framlínufólks Vísir náði ekki í lögregluna á Húsavík í dag en ræddi við Áslaugu Halldórsdóttur, yfirhjúkrunarfræðing á Húsavík. Hún segist ekki hafa vitað af því að lögreglan hafi farið á rúntinn til að koma út bóluefni í gær en trúir því þó vel upp á hana. Bólusestningarverkefnið er jú samstarfsverkefni eins og hún bendir á: „Hér hefur slökkviliðið, lögreglan, sjúkraflutningamenn og hjúkrunarfólk bara tekið höndum saman þegar það er svona stór hópur boðaður í bólusetningu,“ segir hún. Sjá einnig: Svona raðast árgangarnir í bólusetningu næstu þrjár vikur. Um sjö hundruð manns voru boðaðir í sprautu með efni Pfizer á Húsavík í gær. „Svo stóðu út af nokkuð margir skammtar eins og gengur og gerist. Fólk er náttúrulega bara boðað með SMS-i með litlum fyrirvara og það er allur gangur á því hvar fólk er og hvort það kemst,“ segir Áslaug. Því hafi það verið látið berast um bæinn að hver sem er gæti mætt í íþróttahúsið og fengið bólusetningu, svo skammtarnir færu ekki til spillis. Fjöldi Húsvíkinga auglýsti þetta á Facebook-síðum sínum. „Efnið er auðvitað viðkvæmt og lifir bara í ákveðið langan tíma eftir að búið er að blanda það,“ segir Áslaug. Spurð hvort Facebook-auglýsingar Húsvíkinga og rúntur lögreglunnar hafi skilað ætlunarverki sínu telur hún svo hafa verið. Vel tókst að koma aukaskömmtunum út en Áslaug er ekki alveg viss hvort fáeinir skammtar hafi verið eftir eftir gærdaginn.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Norðurþing Lögreglan Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Sjá meira