Þrettán ára stúlkur keyrðu á vegg Árni Sæberg skrifar 17. júní 2021 08:27 Umferðarlöggur höfðu nóg að gera í gær. Vísir/Vilhelm Lögregla var kölluð til í nótt vegna umferðaróhapps í Hafnarfirði þegar bifreið var ekið á vegg. Í ljós kom að ökumaður bílsins var stúlka fædd árið 2008. Sú hafði farið í bíltúr með jafnöldru sinni en hann endaði með ósköpum. Lögregla afgreiddi málið með aðkomu forráðamanna stúlknanna og tilkynningu til Barnaverndar. Stúlkan var ekki eini barnungi ökumaðurinn sem kom sér í vandræði í gær. Sautján ára drengur var stöðvaður á Álftanesvegi í gær eftir að hafa mælst á 102 kílómetra hraða á klukkustund. Hámarkshraði á Álftanesvegi er 70 kílómetrar á klukkustund. Nóg var að gera hjá umferðarlögreglunni í gær en auk barnanna voru fjórir ökumenn stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Stórhættuleg hlaupahjól Greinilegt er að næturlífið er að komast i eðlilegt ástand enda voru alls fjórir fluttir á bráðamóttökuna í Fossvogi eftir rafskútuslys í gærkvöldi. Engum varð alvarlega meint af. Þá varð einnig umferðaróhapp í Grafavogi þegar tveir drengir á skellinöðru keyrðu utan í bifreið og köstuðust af hjólinu. Foreldrar drengjanna mættu á vettvang og afþökkuðu aðstoð sjúkraliðs. Braust inn og rændi hundi Klukkan sex í gær var tilkynnt um innbrot í Kópavogi. Þar hafði maður ruðst inn á heimili og tekið hund ófrjálsri hendi. Maðurinn taldi sig réttmætan eiganda hundsins en húsráðandi var ekki á sama máli. Börn voru á heimilinu og urðu þau mjög hrædd við manninn. Maðurinn er grunaður um húsbrot, þjófnað og líkamsárás. Lögregla veit hver maðurinn er og hefur málið til rannsóknar. Erill hjá slökkviliði í Breiðholti Milli hálf átta og níu í gærkvöldi bárust þrjár tilkynningar um eld í hverfi 111. Eldur kom upp í skóla og fjölbýlishúsi í hverfinu. Enga stórbruna var um að ræða. Þá kviknaði í þremur léttum bifhjólum við fjölbýlishús í Jórufelli. Mikill eldur kom upp og barst hann í klæðningu hússins og olli töluverðum skemmdum. Vísir greindi frá atvikinu í gær. Lögreglumál Hafnarfjörður Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Í ljós kom að ökumaður bílsins var stúlka fædd árið 2008. Sú hafði farið í bíltúr með jafnöldru sinni en hann endaði með ósköpum. Lögregla afgreiddi málið með aðkomu forráðamanna stúlknanna og tilkynningu til Barnaverndar. Stúlkan var ekki eini barnungi ökumaðurinn sem kom sér í vandræði í gær. Sautján ára drengur var stöðvaður á Álftanesvegi í gær eftir að hafa mælst á 102 kílómetra hraða á klukkustund. Hámarkshraði á Álftanesvegi er 70 kílómetrar á klukkustund. Nóg var að gera hjá umferðarlögreglunni í gær en auk barnanna voru fjórir ökumenn stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Stórhættuleg hlaupahjól Greinilegt er að næturlífið er að komast i eðlilegt ástand enda voru alls fjórir fluttir á bráðamóttökuna í Fossvogi eftir rafskútuslys í gærkvöldi. Engum varð alvarlega meint af. Þá varð einnig umferðaróhapp í Grafavogi þegar tveir drengir á skellinöðru keyrðu utan í bifreið og köstuðust af hjólinu. Foreldrar drengjanna mættu á vettvang og afþökkuðu aðstoð sjúkraliðs. Braust inn og rændi hundi Klukkan sex í gær var tilkynnt um innbrot í Kópavogi. Þar hafði maður ruðst inn á heimili og tekið hund ófrjálsri hendi. Maðurinn taldi sig réttmætan eiganda hundsins en húsráðandi var ekki á sama máli. Börn voru á heimilinu og urðu þau mjög hrædd við manninn. Maðurinn er grunaður um húsbrot, þjófnað og líkamsárás. Lögregla veit hver maðurinn er og hefur málið til rannsóknar. Erill hjá slökkviliði í Breiðholti Milli hálf átta og níu í gærkvöldi bárust þrjár tilkynningar um eld í hverfi 111. Eldur kom upp í skóla og fjölbýlishúsi í hverfinu. Enga stórbruna var um að ræða. Þá kviknaði í þremur léttum bifhjólum við fjölbýlishús í Jórufelli. Mikill eldur kom upp og barst hann í klæðningu hússins og olli töluverðum skemmdum. Vísir greindi frá atvikinu í gær.
Lögreglumál Hafnarfjörður Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira