Innlent

Eldur úr mótor­hjóli barst í í­búða­blokk

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Frá vettvangi.
Frá vettvangi. Aðsend

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu brást í kvöld við útkalli vegna elds í blokk í Jórufelli í Breiðholti.

Í samtali við fréttastofu segir varðstjóri hjá slökkviliðinu að eldurinn hafi borist í húsið úr mótorhjóli sem stóð fyrir utan.

Búið er að slökkva eldinn en slökkvilið er enn á vettvangi, þar sem töluverður reykur komst inn á stigagang og í íbúðir. Því er unnið að reykræstingu í húsinu.

Að sögn varðstjóra hefur enginn þurft að leita sér læknishjálpar, hvorki vegna eldsins né reyksins.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.