Þórdís og Haraldur etja kappi í Norðvesturkjördæmi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. júní 2021 14:31 Þórdís Kolbrún og Haraldur sækjast bæði eftir oddvitasæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Vísir Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi stendur nú yfir og því lýkur á laugardaginn, 19. júní. Fyrri dagur prófkjörs er í dag en Norðvesturkjördæmi er síðasta kjördæmið til þess að halda prófkjör fyrir komandi Alþingiskosningar. Níu frambjóðendur taka þátt í prófkjörinu, þar á meðal Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður flokksins og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Haraldur Benediktsson, þingmaður og bóndi, en þau sækjast bæði eftir oddvitasæti á framboðslista flokksins í kjördæminu. Haraldur hefur tilkynnt það að hljóti hann ekki kjör í oddvitasætið muni hann ekki taka sæti á listanum. Hann hefur sætt nokkurri gagnrýni fyrir það og hafa sérstaklega Sjálfstæðiskonur gagnrýnt hann og meðal annars sakað hann um að standa í hótunum við samflokksmenn sína og kjósendur. Haraldur sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að gagnrýnin kæmi sér á óvart. Honum þyki það eðlilegur hlutur að tapi leiðtogi flokksins í kjördæminu oddvitasæti stígi hann til hliðar og hleypi nýjum leiðtoga að. Guðrún Sigríður Ágústsdóttir, matreiðslumaður og ráðgjafi, sækist eftir 2. til 3. sæti á lista flokksins. Þá sækist Teitur Björn Einarsson, lögmaður og 1. varaþingmaður flokksins í Norðvesturkjördæmi, eftir öðru sæti á listanum. Magnús Magnússon, sóknarprestur á Hvammstanga, sveitarstjórnarfulltrúi og aðalmaður byggðarráðs í Húnaþingi vestra, sækist eftir 3. til 4. sæti á listanum. Bjarni Pétur Marel Jónasson sækist eftir fjórða sæti á listanum auk þess sem Sigríður Elín Sigurðardóttir, sjúkraflutningakona og nemi, sækist eftir sama sæti. Þá sækjast Örvar Már Marteinsson, skipstjóri, og Bergþóra Ingþórsdóttir, nemi, eftir sæti á listanum. Kosið er á sautján stöðum í kjördæminu og verða allir kjörstaðir opnir bæði í dag og á laugardag. Opnunartímar eru breytilegir eftir kjörstöðum en hægt er að kynna sér opnunartíma þeirra nánar hér. Sjálfstæðisflokkurinn Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Haraldur hissa á viðbrögðum Sjálfstæðiskvenna Viðbrögð Sjálfstæðiskvenna við yfirlýsingu Haraldar Benediktssonar ,um að hann muni ekki taka sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hljóti hann ekki kjör í oddvitasæti, komu Haraldi í opna skjöldu. Hann segist ekki hafa leynt því að hann hyggist ekki sitja á listanum beri Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sigur úr bítum í oddvitabaráttunni. 16. júní 2021 11:12 „Getur Haraldur Benediktsson ekki keppt við konu án hótana?“ Yfirlýsingar Haralds Benediktssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í dag hafa vægast sagt farið öfugt ofan í margar samflokkskonur hans. 15. júní 2021 22:40 Haraldur þiggur ekki annað sæti ef hann tapar oddvitaslagnum Haraldur Benediktsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, mun ekki þiggja annað sæti á lista flokksins í kjördæminu ef hann tapar baráttunni um oddvitasætið við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur í prófkjöri flokksins um næstu helgi. 15. júní 2021 17:51 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Sjá meira
Níu frambjóðendur taka þátt í prófkjörinu, þar á meðal Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður flokksins og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Haraldur Benediktsson, þingmaður og bóndi, en þau sækjast bæði eftir oddvitasæti á framboðslista flokksins í kjördæminu. Haraldur hefur tilkynnt það að hljóti hann ekki kjör í oddvitasætið muni hann ekki taka sæti á listanum. Hann hefur sætt nokkurri gagnrýni fyrir það og hafa sérstaklega Sjálfstæðiskonur gagnrýnt hann og meðal annars sakað hann um að standa í hótunum við samflokksmenn sína og kjósendur. Haraldur sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að gagnrýnin kæmi sér á óvart. Honum þyki það eðlilegur hlutur að tapi leiðtogi flokksins í kjördæminu oddvitasæti stígi hann til hliðar og hleypi nýjum leiðtoga að. Guðrún Sigríður Ágústsdóttir, matreiðslumaður og ráðgjafi, sækist eftir 2. til 3. sæti á lista flokksins. Þá sækist Teitur Björn Einarsson, lögmaður og 1. varaþingmaður flokksins í Norðvesturkjördæmi, eftir öðru sæti á listanum. Magnús Magnússon, sóknarprestur á Hvammstanga, sveitarstjórnarfulltrúi og aðalmaður byggðarráðs í Húnaþingi vestra, sækist eftir 3. til 4. sæti á listanum. Bjarni Pétur Marel Jónasson sækist eftir fjórða sæti á listanum auk þess sem Sigríður Elín Sigurðardóttir, sjúkraflutningakona og nemi, sækist eftir sama sæti. Þá sækjast Örvar Már Marteinsson, skipstjóri, og Bergþóra Ingþórsdóttir, nemi, eftir sæti á listanum. Kosið er á sautján stöðum í kjördæminu og verða allir kjörstaðir opnir bæði í dag og á laugardag. Opnunartímar eru breytilegir eftir kjörstöðum en hægt er að kynna sér opnunartíma þeirra nánar hér.
Sjálfstæðisflokkurinn Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Haraldur hissa á viðbrögðum Sjálfstæðiskvenna Viðbrögð Sjálfstæðiskvenna við yfirlýsingu Haraldar Benediktssonar ,um að hann muni ekki taka sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hljóti hann ekki kjör í oddvitasæti, komu Haraldi í opna skjöldu. Hann segist ekki hafa leynt því að hann hyggist ekki sitja á listanum beri Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sigur úr bítum í oddvitabaráttunni. 16. júní 2021 11:12 „Getur Haraldur Benediktsson ekki keppt við konu án hótana?“ Yfirlýsingar Haralds Benediktssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í dag hafa vægast sagt farið öfugt ofan í margar samflokkskonur hans. 15. júní 2021 22:40 Haraldur þiggur ekki annað sæti ef hann tapar oddvitaslagnum Haraldur Benediktsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, mun ekki þiggja annað sæti á lista flokksins í kjördæminu ef hann tapar baráttunni um oddvitasætið við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur í prófkjöri flokksins um næstu helgi. 15. júní 2021 17:51 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Sjá meira
Haraldur hissa á viðbrögðum Sjálfstæðiskvenna Viðbrögð Sjálfstæðiskvenna við yfirlýsingu Haraldar Benediktssonar ,um að hann muni ekki taka sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hljóti hann ekki kjör í oddvitasæti, komu Haraldi í opna skjöldu. Hann segist ekki hafa leynt því að hann hyggist ekki sitja á listanum beri Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sigur úr bítum í oddvitabaráttunni. 16. júní 2021 11:12
„Getur Haraldur Benediktsson ekki keppt við konu án hótana?“ Yfirlýsingar Haralds Benediktssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í dag hafa vægast sagt farið öfugt ofan í margar samflokkskonur hans. 15. júní 2021 22:40
Haraldur þiggur ekki annað sæti ef hann tapar oddvitaslagnum Haraldur Benediktsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, mun ekki þiggja annað sæti á lista flokksins í kjördæminu ef hann tapar baráttunni um oddvitasætið við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur í prófkjöri flokksins um næstu helgi. 15. júní 2021 17:51