Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Dökk skýrsla Landlæknisembættisins sýnir að ófullkomin hólfaskipting á Landakoti og skortur á aðgerðastjórn og sýnatöku orsakaði umfangsmestu hópsýkingu hér á landi. Við ræðum skýrsluna við Ölmu Möller landlækni í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30.

Þá fjöllum við um að Hafrannsóknarstofnun vill draga úr veiðum áþorski vegna ofmats á stofninum. Sjávarútvegsráðherra fer nú yfir málið og metur hvort veiðiráðgjöfinni verði fylgt í einu og öllu.

Mæting yngri kynslóðanna í bólusetningu gegn kórónuveirunni þykir nokkuð dræm en allt niður í helmingur er að mæta. Við ræðum málið við Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu.

Þá sýnum við einstakar myndir af gosstöðvunum en fyrstu útskrift Flugakademíu Íslands var fagnað á nýstárlegan hátt þegar kennarar skólans flugu yfir gosstöðvarnar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.