Innlent

Fengu til­kynningu um mann fastan undir vöru­bíl

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Lögreglan á Suðurlandi hafði í ýmsu að snúast í liðinni viku.
Lögreglan á Suðurlandi hafði í ýmsu að snúast í liðinni viku. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á Suðurlandi barst síðdegis í dag tilkynning um að vörubíll hefði oltið út af vegi á Grímsnesi og að maður væri þar fastur undir.

Þetta segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu. Hann segir þó að maðurinn hafi sjálfur losað sig undan bílnum áður en lögreglu og sjúkraflutningamenn bar að garði.

Þá voru meiðsli mannsins ekki jafn alvarleg og talið hafði verið í fyrstu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.