Næstráðandi hættir vegna örlagaríks golfhrings Atli Ísleifsson skrifar 15. júní 2021 13:29 Mike Rouleau (lengst til vinstri) segir að hann einn eigi að vera dreginn til ábyrgðar vegna golfhringsins. Getty Næstráðandi innan kanadíska hersins, undirhershöfðinginn Mike Rouleau, hefur ákveðið að láta af störfum eftir að hann spilaði golf með fyrrverandi yfirmanni kanadíska hersins sem nú sætir rannsókn vegna ásakana um kynferðislegt misferli. Rouleau segist hafa boðið Jonathan Vance í golf til að tryggja að hann „væri við góða heilsu“. Í stöðu sinni sem næstráðandi var Rouleau yfirmaður allra þeirra sem nú rannsaka mál Vance. Í BBC segir að Rouleau fullyrði að þeir Vance hafi ekki rætt smáatriði sem varða rannsóknina. Vance hætti sem yfirmaður kanadíska hersins í janúar og hefur hafnað öllum þeim ásökunum sem hafa beinst gegn honum. Tvær konur í hernum, þeirra á meðal Kellie Brennan majór, hafa sakað Vance um kynferðislegt misferli. Rannsóknarnefnd hersins rannsakar hún hvort að samband þeirra Vance og Brennan hafi brotið gegn reglum hersins, en Brennan segir Vance vera föður tveggja barna sinna og að hann hafi neitað að greiða framfærslu. Þá hefur önnur kona sakað Vance um að hafa sent sér óumbeðin skilaboð af kynferðislegum toga. Fréttir af golfhring þeirra Vance og Rouleau rötuðu í kanadíska fjölmiðla um síðustu helgi, en þeir tóku hring í höfuðborginni Ottawa þann 2. júní ásamt Craig Baines, yfirmanni kanadíska sjóhersins. Baines hefur yfirlýsingu beðist afsökunar á því að hafa spilað golf með þeim Vance og Rouleau, en Rouleau segir að einungis eigi að draga hann til ábyrgðar vegna málsins. Fyrr í vikunni sagði Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada, að þeir Rouleau og Baines yrðu að svara fyrir umræddan golfhring. Kanada Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða Jimmy Swaggart allur „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Boðar arftaka Dalai Lama Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Sjá meira
Rouleau segist hafa boðið Jonathan Vance í golf til að tryggja að hann „væri við góða heilsu“. Í stöðu sinni sem næstráðandi var Rouleau yfirmaður allra þeirra sem nú rannsaka mál Vance. Í BBC segir að Rouleau fullyrði að þeir Vance hafi ekki rætt smáatriði sem varða rannsóknina. Vance hætti sem yfirmaður kanadíska hersins í janúar og hefur hafnað öllum þeim ásökunum sem hafa beinst gegn honum. Tvær konur í hernum, þeirra á meðal Kellie Brennan majór, hafa sakað Vance um kynferðislegt misferli. Rannsóknarnefnd hersins rannsakar hún hvort að samband þeirra Vance og Brennan hafi brotið gegn reglum hersins, en Brennan segir Vance vera föður tveggja barna sinna og að hann hafi neitað að greiða framfærslu. Þá hefur önnur kona sakað Vance um að hafa sent sér óumbeðin skilaboð af kynferðislegum toga. Fréttir af golfhring þeirra Vance og Rouleau rötuðu í kanadíska fjölmiðla um síðustu helgi, en þeir tóku hring í höfuðborginni Ottawa þann 2. júní ásamt Craig Baines, yfirmanni kanadíska sjóhersins. Baines hefur yfirlýsingu beðist afsökunar á því að hafa spilað golf með þeim Vance og Rouleau, en Rouleau segir að einungis eigi að draga hann til ábyrgðar vegna málsins. Fyrr í vikunni sagði Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada, að þeir Rouleau og Baines yrðu að svara fyrir umræddan golfhring.
Kanada Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða Jimmy Swaggart allur „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Boðar arftaka Dalai Lama Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Sjá meira