Lífið

Penthouse í Borgartúni með útsýni til allra átta

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Íbúðin er ekki fullkláruð heldur afhendist hún tilbúin til innréttinga.
Íbúðin er ekki fullkláruð heldur afhendist hún tilbúin til innréttinga. Samsett

Á fasteignavef Vísis er nú til sölu penthouse íbúð á sjöundu hæð í Borgartúninu. Eignin er auglýst sem ein glæsilegasta íbúð landsins.

Um er að ræða 201,2 fm penthouse á sjöundu hæð með 167,2 fm svölum og þriggja metra lofthæð. Fasteignamatið er um 46 milljónir en uppsett verð er 149 milljónir. 

Eignin er sú eina á hæðinni með stórglæsilegu útsýni til allra átta. Lyftan gengur beint upp í íbúðina. Hjónasvítan er með rennihurð út á svalir til suðurs og í henni er bæði fataherbergi og sér baðherbergi. Möguleiki er á að vera með rafmagnspott á svölunum.

Eignamyndir.is

Eignin afhendist tilbúin til innréttingar og er frekari upplýsingar má finna á fasteignavefnum. Hér fyrir neðan má sjá myndir af eigninni og þrívíddar myndir teiknaðar svo fólk geti betur séð fyrir sér rýmið.

onno ehf
onno ehf
onno ehf
Onno ehf
Onno ehf
Eignin er staðsett í Borgartúni 28.Eignamyndir.is
Eignamyndir.is
Svona er staðan á íbúðinni núna. Eignamyndir.isFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.