Innlent

Reykur barst úr gámi um borð í Brúar­fossi

Atli Ísleifsson skrifar
Flutningaskipið Brúarfoss.
Flutningaskipið Brúarfoss. Eimskip

Dæla þurfti vatni inn í gám um borð í Brúarfossi, skipi Eimskips, eftir að reyk tók að berast úr honum þegar skipið var á siglingu til Þórshafnar í Færeyjum síðdegis í gær.

Frá þessu segir í frétt KVF. Þar segir að slökkvilið Þórshafnar hafi farið um borð eftir að skipið til kom til hafnar til að tryggja vettvanginn.

Edda Rut Björnsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs- og samskiptasviðs Eimskips, segir að skipið hafi komið til Þórshafnar um klukkan 18:30 í gærkvöldi. „Ég hugsa að þetta hafi farið eins vel og hugsast gat.“

Edda Rut segir að um hafa verið að ræða safngám með ýmsum varningi, en að fremari upplýsingar liggi ekki fyrir. 

Brúarfoss var á leið frá Árósum í Danmörku og til Færeyja þegar atvikið átti sér stað.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×