Andstyggileg snjókoma gerir Mývetningum lífið leitt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. júní 2021 19:43 Þessi mynd var tekin í Mývatnssveit í dag. Vísir/BEB Bóndi í Mývatnssveit segir andstyggilegt að tekið hafi að snjóa í sveitinni nú þegar júnímánuður er að verða hálfnaður. Hann segir snjókomu og bleytu fara illa með fuglalíf og búfénað í sveitinni, að ógleymdum vondum áhrifum á lundarfar bænda og búenda. Gylfi H. Yngvason er bóndi á Skútustöðum í Mývatnssveit og segir það blessunarlega ekki koma oft fyrir að snjói á þessum árstíma. Það komi þó fyrir og sé „verulega andstyggilegt.“ „Þetta fer ansi illa með fuglana. Á þessum tíma eru ungar að byrja að skríða fram og flugan að koma upp í vatninu. Þetta drepur bara fluguna og þar af leiðandi fæðuna fyrir fuglana. Þetta er krapableytuhríð sem rennbleytir féð og lömbin. Gróðurinn er að springa út. Þetta kemur bara alls staðar illa niður,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Gylfi stundaði áður búskap með kindur en er hættur því í dag. Fjölskylda bróður hans stendur þó í slíkum búskap og fer hann ekki varhluta af því hve hvimleið sumarsnjókoman getur verið í þeim geira. Bóndanum líður ekki vel ef skepnunum hans líður ekki vel, og skepnum líður ekki vel í svona veðri. Gylfi segir ótækt að koma fénu, sem er úti á beit eins og alvenja er á þessum árstíma, aftur inn í hús. Það fari sérstaklega illa með lömb að draga þau og troða inn í hús. Þó séu margir bændur með einhvers konar skýli á túnum sínum, sem féð geti leitað skjóls í. „Féð verður allt vott og kalt. Það þolir ákaflega vel snjó og svoleiðis, en þegar það er krapahríð og bleyta í leiðinni, það þolir engin skepna það.“ Seinni partinn í dag snerist snjókoman í rigningu, þó enn snjói upp til fjalla og hlíða í sveitinni.Vísir/BEB Skepnurnar standa af sér veðrið til styttri tíma Gylfi segir að skepnurnar séu fljótar að ná sér og að veðrið ætti ekki að hafa áhrif á afurðir að sumri loknu, að því gefnu að það vari ekki til lengri tíma. „Sauðfé er rosalega harðgert, þannig að eftir nokkra daga, þegar koma hlýindi, þá er allt komið á fullt aftur. Ef þetta stendur ekki í langan tíma á þetta nú ekki að koma niður á afurðum í haust. Þetta kemur fyrst og fremst niður á lundarfari bóndans og búandans. Svo fer þetta bara í skapið á manni, þegar það kemur ekki vor. Loksins þegar fór að hlýna og gróðurinn að taka við sér þá smellur hann aftur í þetta leiðindaskítkast,“ segir Gylfi og er auðheyranlega ekki hinn kátasti með veðrið. Hann segir að í morgun hafi aðeins tekið að hvítna í sveitinni, en síðan hafi haugsnjóað í dag. „Allt varð rennandi blautt og fuglar á hreiðrum, það hefur snjóað yfir þá.“ Hann segir að farið sé að éta úr snjónum sem þegar hefur fallið og tekið sé að rigna, þó enn snjói uppi til fjalla. Hann vonar í það minnsta að snjókomunni sloti, þó vel geti tekið að snjóa þegar kólnar með kvöldinu. Íslenskir ferðamenn ekki spenntir fyrir snjó Hvað sem veðurguðirnir kunna að ákveða að gera segir Gylfi að snjórinn sé einfaldlega til ama, hvar sem litið er. „Þetta kætir okkur ekki, ég get alveg lofað því. Svo er það þannig að þessi sveit byggir mjög mikið á ferðamönnum og nú verðum við að treysta á Íslendinga. Þeir eru eðlilega ekki að koma norður í land þegar þeir vita að veðrið er svona. Það væri nú ekki spennandi að vera í útilegu eða vera að ferðast í þessu,“ segir Gylfi. Skútustaðahreppur Veður Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Gylfi H. Yngvason er bóndi á Skútustöðum í Mývatnssveit og segir það blessunarlega ekki koma oft fyrir að snjói á þessum árstíma. Það komi þó fyrir og sé „verulega andstyggilegt.“ „Þetta fer ansi illa með fuglana. Á þessum tíma eru ungar að byrja að skríða fram og flugan að koma upp í vatninu. Þetta drepur bara fluguna og þar af leiðandi fæðuna fyrir fuglana. Þetta er krapableytuhríð sem rennbleytir féð og lömbin. Gróðurinn er að springa út. Þetta kemur bara alls staðar illa niður,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Gylfi stundaði áður búskap með kindur en er hættur því í dag. Fjölskylda bróður hans stendur þó í slíkum búskap og fer hann ekki varhluta af því hve hvimleið sumarsnjókoman getur verið í þeim geira. Bóndanum líður ekki vel ef skepnunum hans líður ekki vel, og skepnum líður ekki vel í svona veðri. Gylfi segir ótækt að koma fénu, sem er úti á beit eins og alvenja er á þessum árstíma, aftur inn í hús. Það fari sérstaklega illa með lömb að draga þau og troða inn í hús. Þó séu margir bændur með einhvers konar skýli á túnum sínum, sem féð geti leitað skjóls í. „Féð verður allt vott og kalt. Það þolir ákaflega vel snjó og svoleiðis, en þegar það er krapahríð og bleyta í leiðinni, það þolir engin skepna það.“ Seinni partinn í dag snerist snjókoman í rigningu, þó enn snjói upp til fjalla og hlíða í sveitinni.Vísir/BEB Skepnurnar standa af sér veðrið til styttri tíma Gylfi segir að skepnurnar séu fljótar að ná sér og að veðrið ætti ekki að hafa áhrif á afurðir að sumri loknu, að því gefnu að það vari ekki til lengri tíma. „Sauðfé er rosalega harðgert, þannig að eftir nokkra daga, þegar koma hlýindi, þá er allt komið á fullt aftur. Ef þetta stendur ekki í langan tíma á þetta nú ekki að koma niður á afurðum í haust. Þetta kemur fyrst og fremst niður á lundarfari bóndans og búandans. Svo fer þetta bara í skapið á manni, þegar það kemur ekki vor. Loksins þegar fór að hlýna og gróðurinn að taka við sér þá smellur hann aftur í þetta leiðindaskítkast,“ segir Gylfi og er auðheyranlega ekki hinn kátasti með veðrið. Hann segir að í morgun hafi aðeins tekið að hvítna í sveitinni, en síðan hafi haugsnjóað í dag. „Allt varð rennandi blautt og fuglar á hreiðrum, það hefur snjóað yfir þá.“ Hann segir að farið sé að éta úr snjónum sem þegar hefur fallið og tekið sé að rigna, þó enn snjói uppi til fjalla. Hann vonar í það minnsta að snjókomunni sloti, þó vel geti tekið að snjóa þegar kólnar með kvöldinu. Íslenskir ferðamenn ekki spenntir fyrir snjó Hvað sem veðurguðirnir kunna að ákveða að gera segir Gylfi að snjórinn sé einfaldlega til ama, hvar sem litið er. „Þetta kætir okkur ekki, ég get alveg lofað því. Svo er það þannig að þessi sveit byggir mjög mikið á ferðamönnum og nú verðum við að treysta á Íslendinga. Þeir eru eðlilega ekki að koma norður í land þegar þeir vita að veðrið er svona. Það væri nú ekki spennandi að vera í útilegu eða vera að ferðast í þessu,“ segir Gylfi.
Skútustaðahreppur Veður Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent