Andstyggileg snjókoma gerir Mývetningum lífið leitt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. júní 2021 19:43 Þessi mynd var tekin í Mývatnssveit í dag. Vísir/BEB Bóndi í Mývatnssveit segir andstyggilegt að tekið hafi að snjóa í sveitinni nú þegar júnímánuður er að verða hálfnaður. Hann segir snjókomu og bleytu fara illa með fuglalíf og búfénað í sveitinni, að ógleymdum vondum áhrifum á lundarfar bænda og búenda. Gylfi H. Yngvason er bóndi á Skútustöðum í Mývatnssveit og segir það blessunarlega ekki koma oft fyrir að snjói á þessum árstíma. Það komi þó fyrir og sé „verulega andstyggilegt.“ „Þetta fer ansi illa með fuglana. Á þessum tíma eru ungar að byrja að skríða fram og flugan að koma upp í vatninu. Þetta drepur bara fluguna og þar af leiðandi fæðuna fyrir fuglana. Þetta er krapableytuhríð sem rennbleytir féð og lömbin. Gróðurinn er að springa út. Þetta kemur bara alls staðar illa niður,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Gylfi stundaði áður búskap með kindur en er hættur því í dag. Fjölskylda bróður hans stendur þó í slíkum búskap og fer hann ekki varhluta af því hve hvimleið sumarsnjókoman getur verið í þeim geira. Bóndanum líður ekki vel ef skepnunum hans líður ekki vel, og skepnum líður ekki vel í svona veðri. Gylfi segir ótækt að koma fénu, sem er úti á beit eins og alvenja er á þessum árstíma, aftur inn í hús. Það fari sérstaklega illa með lömb að draga þau og troða inn í hús. Þó séu margir bændur með einhvers konar skýli á túnum sínum, sem féð geti leitað skjóls í. „Féð verður allt vott og kalt. Það þolir ákaflega vel snjó og svoleiðis, en þegar það er krapahríð og bleyta í leiðinni, það þolir engin skepna það.“ Seinni partinn í dag snerist snjókoman í rigningu, þó enn snjói upp til fjalla og hlíða í sveitinni.Vísir/BEB Skepnurnar standa af sér veðrið til styttri tíma Gylfi segir að skepnurnar séu fljótar að ná sér og að veðrið ætti ekki að hafa áhrif á afurðir að sumri loknu, að því gefnu að það vari ekki til lengri tíma. „Sauðfé er rosalega harðgert, þannig að eftir nokkra daga, þegar koma hlýindi, þá er allt komið á fullt aftur. Ef þetta stendur ekki í langan tíma á þetta nú ekki að koma niður á afurðum í haust. Þetta kemur fyrst og fremst niður á lundarfari bóndans og búandans. Svo fer þetta bara í skapið á manni, þegar það kemur ekki vor. Loksins þegar fór að hlýna og gróðurinn að taka við sér þá smellur hann aftur í þetta leiðindaskítkast,“ segir Gylfi og er auðheyranlega ekki hinn kátasti með veðrið. Hann segir að í morgun hafi aðeins tekið að hvítna í sveitinni, en síðan hafi haugsnjóað í dag. „Allt varð rennandi blautt og fuglar á hreiðrum, það hefur snjóað yfir þá.“ Hann segir að farið sé að éta úr snjónum sem þegar hefur fallið og tekið sé að rigna, þó enn snjói uppi til fjalla. Hann vonar í það minnsta að snjókomunni sloti, þó vel geti tekið að snjóa þegar kólnar með kvöldinu. Íslenskir ferðamenn ekki spenntir fyrir snjó Hvað sem veðurguðirnir kunna að ákveða að gera segir Gylfi að snjórinn sé einfaldlega til ama, hvar sem litið er. „Þetta kætir okkur ekki, ég get alveg lofað því. Svo er það þannig að þessi sveit byggir mjög mikið á ferðamönnum og nú verðum við að treysta á Íslendinga. Þeir eru eðlilega ekki að koma norður í land þegar þeir vita að veðrið er svona. Það væri nú ekki spennandi að vera í útilegu eða vera að ferðast í þessu,“ segir Gylfi. Skútustaðahreppur Veður Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Gylfi H. Yngvason er bóndi á Skútustöðum í Mývatnssveit og segir það blessunarlega ekki koma oft fyrir að snjói á þessum árstíma. Það komi þó fyrir og sé „verulega andstyggilegt.“ „Þetta fer ansi illa með fuglana. Á þessum tíma eru ungar að byrja að skríða fram og flugan að koma upp í vatninu. Þetta drepur bara fluguna og þar af leiðandi fæðuna fyrir fuglana. Þetta er krapableytuhríð sem rennbleytir féð og lömbin. Gróðurinn er að springa út. Þetta kemur bara alls staðar illa niður,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Gylfi stundaði áður búskap með kindur en er hættur því í dag. Fjölskylda bróður hans stendur þó í slíkum búskap og fer hann ekki varhluta af því hve hvimleið sumarsnjókoman getur verið í þeim geira. Bóndanum líður ekki vel ef skepnunum hans líður ekki vel, og skepnum líður ekki vel í svona veðri. Gylfi segir ótækt að koma fénu, sem er úti á beit eins og alvenja er á þessum árstíma, aftur inn í hús. Það fari sérstaklega illa með lömb að draga þau og troða inn í hús. Þó séu margir bændur með einhvers konar skýli á túnum sínum, sem féð geti leitað skjóls í. „Féð verður allt vott og kalt. Það þolir ákaflega vel snjó og svoleiðis, en þegar það er krapahríð og bleyta í leiðinni, það þolir engin skepna það.“ Seinni partinn í dag snerist snjókoman í rigningu, þó enn snjói upp til fjalla og hlíða í sveitinni.Vísir/BEB Skepnurnar standa af sér veðrið til styttri tíma Gylfi segir að skepnurnar séu fljótar að ná sér og að veðrið ætti ekki að hafa áhrif á afurðir að sumri loknu, að því gefnu að það vari ekki til lengri tíma. „Sauðfé er rosalega harðgert, þannig að eftir nokkra daga, þegar koma hlýindi, þá er allt komið á fullt aftur. Ef þetta stendur ekki í langan tíma á þetta nú ekki að koma niður á afurðum í haust. Þetta kemur fyrst og fremst niður á lundarfari bóndans og búandans. Svo fer þetta bara í skapið á manni, þegar það kemur ekki vor. Loksins þegar fór að hlýna og gróðurinn að taka við sér þá smellur hann aftur í þetta leiðindaskítkast,“ segir Gylfi og er auðheyranlega ekki hinn kátasti með veðrið. Hann segir að í morgun hafi aðeins tekið að hvítna í sveitinni, en síðan hafi haugsnjóað í dag. „Allt varð rennandi blautt og fuglar á hreiðrum, það hefur snjóað yfir þá.“ Hann segir að farið sé að éta úr snjónum sem þegar hefur fallið og tekið sé að rigna, þó enn snjói uppi til fjalla. Hann vonar í það minnsta að snjókomunni sloti, þó vel geti tekið að snjóa þegar kólnar með kvöldinu. Íslenskir ferðamenn ekki spenntir fyrir snjó Hvað sem veðurguðirnir kunna að ákveða að gera segir Gylfi að snjórinn sé einfaldlega til ama, hvar sem litið er. „Þetta kætir okkur ekki, ég get alveg lofað því. Svo er það þannig að þessi sveit byggir mjög mikið á ferðamönnum og nú verðum við að treysta á Íslendinga. Þeir eru eðlilega ekki að koma norður í land þegar þeir vita að veðrið er svona. Það væri nú ekki spennandi að vera í útilegu eða vera að ferðast í þessu,“ segir Gylfi.
Skútustaðahreppur Veður Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira