Innlent

Brautskráning úr Háskólagrunni HR

Árni Sæberg skrifar
Útskriftarhópurinn, ásamt Önnu Sigríði Bragadóttur, forstöðumanni Háskólagrunns HR og Ara Kristni Jónssyni, rektor.
Útskriftarhópurinn, ásamt Önnu Sigríði Bragadóttur, forstöðumanni Háskólagrunns HR og Ara Kristni Jónssyni, rektor. Háskólinn í Reykjavík

Sextíu nemendur brautskráðust úr Háskólagrunni Háskólans í Reykjavík við hátíðlega athöfn í gær.

Háskólagrunnur HR er tveggja til þriggja anna undirbúningsnám fyrir háskólanám sem lýkur með lokaprófi sem veitir rétt til háskólanáms. Nemendur velja sér grunn miðað við það háskólanám sem stefnt er að í framhaldinu.

Sex nemendur brautskráðust úr lögfræðigrunni, 20 úr tækni- og verkfræðigrunni, 13 úr tölvunarfræðigrunni og 21 úr viðskiptafræðigrunni.

Við brautskráninguna hlaut Una Mattý Jensdóttir viðurkenningu Samtaka iðnaðarins fyrir bestan námsárangur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×