Innlent

Eiga í við­ræðum um seinkun á endur­greiðslu á AstraZene­ca-skömmtunum

Birgir Olgeirsson skrifar
Norsk yfirvöld lánuðu Íslendingum um 16 þúsund skammta af bóluefni AstraZeneca.
Norsk yfirvöld lánuðu Íslendingum um 16 þúsund skammta af bóluefni AstraZeneca. Vísir/Vilhelm

Viðræður standa yfir á milli íslenskra og norskra yfirvalda um seinkun á endurgreiðslu á 16 þúsund skömmtum af bóluefni AstraZeneca sem Íslendingar fengu lánaða frá Noregi í vor.

Greint var frá því í morgun að Íslendingar þyrftu að skila Norðmönnum 16 þúsund skömmtum af bóluefni AstraZeneca fyrir mánaðarlok nema samið verði um annað. Samkvæmt svörum frá heilbrigðisráðuneytinu standa nú yfir viðræður við norsk yfirvöld um að seinka endurgreiðslunni sem verður í formi bóluefnaskammta.

Norðmenn gerðu hlé á bólusetningu með AstraZeneca bóluefninu í mars og lánuðu því Svíum og Íslendingum bóluefnaskammta. 

Skortur á efni AstraZeneca hefur valdið heilbrigðisyfirvöldum hér á landi nokkrum vandræðum en nú er áhersla lögð á að klára að bólusetja þá með efninu sem þegar hafa fengið fyrri skammt.

Tæplega sjö þúsund skammtar af bóluefni AstraZeneca eiga að koma hingað til lands í þessum mánuði. Framhald afhendingaráætlunar fyrirtækisins er þó óljós og engar upplýsingar liggja fyrir um framhald hennar. 

AstraZeneca er aðeins notað í endurbólusetningar hér á landi en sóttvarnalæknir segir tugi þúsunda eiga eftir að fá seinni skammtinn.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.