Innlent

Enginn greindist innan­lands í gær

Atli Ísleifsson skrifar
Um 6.600 manns hafa greinst með kórónuveriruna hér á landi frá upphafi faraldursins í febrúar á síðasta ári.
Um 6.600 manns hafa greinst með kórónuveriruna hér á landi frá upphafi faraldursins í febrúar á síðasta ári. Vísir/Vilhelm

Enginn greindist með kórónuveiruna innan­lands í gær.

Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á síðunni Covid.is.

Í einangrun eru nú 45, en þeir voru fimmtíu í gær. Í sóttkví eru 217, en voru 248 í gær. 1.881 eru í skimunarsóttkví. Einn er á sjúkrahúsi vegna Covid-19, sami fjöldi og í gær.

Einn greindist á landamærum í gær, þar sem niðurstöðu mótefnamælingar er beðið í tilviki viðkomandi.

105.590 eru nú fullbólusettir hér á landi og er bólusetning hafin hjá 92.565 til viðbótar. Teljast 35,8 prósent einstaklinga sextán ára og eldri nú fullbólusettir og 31,3 prósent hálfbólusettir.

6.616 hafa nú greinst með kórónuveiruna hér á landi frá upphafi faraldursins í febrúar á síðasta ári. Af þeim sem greinst hafa með COVID-19 á Íslandi eru þrjátíu látin.

Alls voru tekin 444 einkennasýni hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og Íslenskri erfðagreiningu í gær. Þá voru 1385 sýni tekin á landamærunum eða í seinni landamæraskimun og 932 í svokallaðri sóttkvíar- og handahófsskimun.

Fréttin hefur verið uppfærð. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×