Innlent

Vatn flæddi um gólf í í­þrótta­húsinu í Kapla­krika

Atli Ísleifsson skrifar
Um tvo tíma tók að hreinsa upp mesta vatnið.
Um tvo tíma tók að hreinsa upp mesta vatnið. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna vatnsleka í íþróttahúsinu í Kaplakrika skömmu fyrir klukkan eitt í nótt. Þar hafði svokallaður sprinklerloki gefið sig og flæddi um gólf.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði var um að ræða loka í eldhúsi og var búið að koma í veg fyrir lekann um klukkan 1:10 í nótt.

Þá tók við um tveggja tíma starf við að hreinsa upp mesta vatnið áður en vettvangurinn var afhentur tryggingafélagi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×