Arna McClure ekki lengur kjörræðismaður Kýpur á Íslandi Jakob Bjarnar skrifar 9. júní 2021 15:10 Arna Bryndís Baldvins McClure fyrir miðju og fleiri Samherjamenn fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. vísir/vilhelm Utanríkisráðuneytinu barst tilkynning þar um 2. júní síðastliðinn að aðallögfræðingur Samherja væri ekki lengur ræðismaður Kýpur. „Þá fengum við tilkynningu frá stjórnvöldum á Kýpur, að Arna Bryndís Baldvins McClure hafi látið af störfum frá og með þeim degi, sem kjörræðismaður á Íslandi. Og engar frekari skýringar gefnar á því,“ segir Sveinn H. Guðmarsson upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins. Ráðuneytið hefur í sjálfu sér ekkert með ræðismenn að gera annað en að halda utan um skráningu á þeim og Arna Bryndís er nú ekki lengur skrá sem slík. Arna McClure hefur verið til umfjöllunar að undanförnu í tengslum við hina svokölluðu „Skæruliðadeild Samherja“. Kjarninn og Stundin birtu fréttir þess efnis, eftir að hafa komist yfir gögn úr síma Páls Steingrímssonar skipsstjóra, að þar hafi fámennur hópur, í samráði við yfirstjórn, lagt á ráðin um hvernig best væri að gera meinta andstæðinga fyrirtæksins að ómerkingum. Í því sambandi var greint frá því að Arna Bryndís væri ræðismaður skattaparadísarinnar Kýpur en í frétt Stundarinnar af því segir að „mútugreiðslur til Dubai-félags Namibíumanna fóru fram í gegnum dótturfélag Samherja, Esja Seafood, sem er til heimilis á Kýpur.“ Sveinn segir að ekki séu lengur neinar tiltækar upplýsingar um kjörræðismenn Kýpur á Íslandi, einfaldlega vegna þess að það er enginn ræðismaður Kýpur skráður eins og sakir standa. Samherjaskjölin Kýpur Utanríkismál Tengdar fréttir „Skæruliðadeild“ Samherja sögð hafa lagt á ráðin um pistlaskrif gegn RÚV og fleirum „Ég fékk skilaboð frá einum af skipstjórunum okkar Páli Steingrímssyni. Hann hefur verið mjög „aktífur“ að skrifa bæði í blöð og á samfélagsmiðlum og getur svarað fyrir sig. Hann sem sagt býður fram krafta sína ef við þurfum nafn á einhver skrif.“ 21. maí 2021 10:49 „Svakalegt að lesa um illviljann sem hér er afhjúpaður“ Hallgrímur Helgason rithöfundur fer háðulegum orðum um gervigrasrótarstarfsemi Samherja, segir þar illvilja ráða og sjúklegt hugarfar lítilla karla. 21. maí 2021 12:38 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Fleiri fréttir Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Sjá meira
„Þá fengum við tilkynningu frá stjórnvöldum á Kýpur, að Arna Bryndís Baldvins McClure hafi látið af störfum frá og með þeim degi, sem kjörræðismaður á Íslandi. Og engar frekari skýringar gefnar á því,“ segir Sveinn H. Guðmarsson upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins. Ráðuneytið hefur í sjálfu sér ekkert með ræðismenn að gera annað en að halda utan um skráningu á þeim og Arna Bryndís er nú ekki lengur skrá sem slík. Arna McClure hefur verið til umfjöllunar að undanförnu í tengslum við hina svokölluðu „Skæruliðadeild Samherja“. Kjarninn og Stundin birtu fréttir þess efnis, eftir að hafa komist yfir gögn úr síma Páls Steingrímssonar skipsstjóra, að þar hafi fámennur hópur, í samráði við yfirstjórn, lagt á ráðin um hvernig best væri að gera meinta andstæðinga fyrirtæksins að ómerkingum. Í því sambandi var greint frá því að Arna Bryndís væri ræðismaður skattaparadísarinnar Kýpur en í frétt Stundarinnar af því segir að „mútugreiðslur til Dubai-félags Namibíumanna fóru fram í gegnum dótturfélag Samherja, Esja Seafood, sem er til heimilis á Kýpur.“ Sveinn segir að ekki séu lengur neinar tiltækar upplýsingar um kjörræðismenn Kýpur á Íslandi, einfaldlega vegna þess að það er enginn ræðismaður Kýpur skráður eins og sakir standa.
Samherjaskjölin Kýpur Utanríkismál Tengdar fréttir „Skæruliðadeild“ Samherja sögð hafa lagt á ráðin um pistlaskrif gegn RÚV og fleirum „Ég fékk skilaboð frá einum af skipstjórunum okkar Páli Steingrímssyni. Hann hefur verið mjög „aktífur“ að skrifa bæði í blöð og á samfélagsmiðlum og getur svarað fyrir sig. Hann sem sagt býður fram krafta sína ef við þurfum nafn á einhver skrif.“ 21. maí 2021 10:49 „Svakalegt að lesa um illviljann sem hér er afhjúpaður“ Hallgrímur Helgason rithöfundur fer háðulegum orðum um gervigrasrótarstarfsemi Samherja, segir þar illvilja ráða og sjúklegt hugarfar lítilla karla. 21. maí 2021 12:38 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Fleiri fréttir Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Sjá meira
„Skæruliðadeild“ Samherja sögð hafa lagt á ráðin um pistlaskrif gegn RÚV og fleirum „Ég fékk skilaboð frá einum af skipstjórunum okkar Páli Steingrímssyni. Hann hefur verið mjög „aktífur“ að skrifa bæði í blöð og á samfélagsmiðlum og getur svarað fyrir sig. Hann sem sagt býður fram krafta sína ef við þurfum nafn á einhver skrif.“ 21. maí 2021 10:49
„Svakalegt að lesa um illviljann sem hér er afhjúpaður“ Hallgrímur Helgason rithöfundur fer háðulegum orðum um gervigrasrótarstarfsemi Samherja, segir þar illvilja ráða og sjúklegt hugarfar lítilla karla. 21. maí 2021 12:38