Innlent

Fimm slösuðust í á­rekstri á mótum Hring­vegar og Ólafs­fjarðar­vegar

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla biðlar til vegfarenda að sýna biðlund. Myndin er úr safni.
Lögregla biðlar til vegfarenda að sýna biðlund. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Umferðarslys varð á gatnamótum Hringvegar og Ólafsfjarðarvegar laust fyrir klukkan 14. Fimm slösuðust í tveimur bílum þegar áreksturinn varð. Ekki er vitað um ástand þeirra. 

Frá þessu segir á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra.

Þar segir að lokað verði um tíma en að bent sé á hjáleið um Hörgárdal og Skjaldarvíkurveg, þar sem ekið er af Hringvegi við Bægisá og Hlíðarbæ. Unnið er að vettvangsrannsókn og mun henni ljúka upp úr klukkan 15:30. 

Vegfarendur eru beðnir um að sýna biðlund.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×