Lífið

„Síðasta faðmlag kvöldsins“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Aðdáendum Friends þykir mörgum hverjum enn vænna um samband Ross og Rachel eftir að það kom í ljós að þau voru skotin í hvort öðru í raunveruleikanum líka.
Aðdáendum Friends þykir mörgum hverjum enn vænna um samband Ross og Rachel eftir að það kom í ljós að þau voru skotin í hvort öðru í raunveruleikanum líka. Instagram/David Schwimmer

Leikarinn David Schwimmer hefur birt nokkrar myndir frá Friends endurfundunum á Instagram. Mynd sem hann birti af sér með leikkonunni Jennifer Aniston vakti þar sérstaka athygli aðdáenda þáttanna.

„Síðasta faðmlag kvöldsins eftir mjög langan dag,“ skrifar leikarinn um myndina. Þar sjást Schwimmer og Aniston, eða Ross og Rachel, í innilegu faðmlagi. 

Eftir að þessi sérstaki Friends The Reunion þáttur var sýndur á HBO horfa margir á þeirra samskipti í Friends þáttunum í nýju ljósi. Schwimmer játaði að hafa verið mjög skotin í mótleikkonu sinni á meðan tökum stóð og Aniston tók þá undir og sagði þá að það hafi alls ekki verið einhliða. 

„En við vorum eins og tvö skip að mætast, af því að annað okkar var alltaf í sambandi og við fórum aldrei yfir þau mörk. Við virtum það,“ útskýrði Schwimmer. 

Í hreinskilni, man ég eftir að hafa sagt við David einu sinni, það verður svo mikill bömmer ef fyrsti kossinn okkar verður í sjónvarpinu.“ 

Það reyndist svo rétt,  því þeirra fyrsti koss var á Central Perk kaffihúsinu í þættinum The One Where Ross Finds Out í þáttaröð tvö. Leikararnir nýttu sér greinilega þessar raunverulegu tilfinningar í karakterana sem þau léku í Friends. 

„Við fundum aðdáun og ást okkar á hvort öðru farveg í Ross og Rachel,“ sagði Aniston á endurfundi vinanna og gladdi það marga aðdáendur. 

Hér fyrir neðan má sjá kossaatriðið fræga.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.