Innlent

Neysla kókaíns jókst um helming fyrir Covid-19 en dróst aftur saman í fyrstu bylgju

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Niðurstöður rannsóknarinnar ríma við tölur lögreglu.
Niðurstöður rannsóknarinnar ríma við tölur lögreglu.

Neysla kókaíns í höfuðborginni jókst um meira en helming frá því í febrúar 2017 til apríl 2019. Hún dróst hins vegar saman um 60 prósent í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins.

Þetta eru niðurstöðu rannsókna sem byggja meðal annars á sýnum sem var safnað í samstarfi við Veitur og Verkís í skolphreinsistöðvunum við Klettagarða og Ánanaust. Frá þeim er greint í doktorsritgerð Arndísar Sue-Ching Löve, sem hún varði við læknadeild HÍ á föstudag.

Í umfjöllun Morgunblaðsins í morgun er haft eftir Arndísi að niðurstöðurnar hafi rímað vel við tölur lögreglu um magn þeirra fíkniefna sem lögregla lagði hald á á tímabilinu og gögn um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Markmið doktorsrannsóknarinnar var að setja upp áreiðanlega greiningaraðferð fyrir fíkniefni og lyfseðilsskyld lyf í frárennsli frá Reykjavík og meta notkun efnanna, hefur Morgunblaðið eftir Arndísi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×