Innlent

Á þriðja tug ófaglærðra lögreglumanna á Suðurlandi í sumar

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi við lögreglustöðina á Selfossi.
Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi við lögreglustöðina á Selfossi. VÍSIR/EGILL

Lögreglan á Suðurlandi fer ekki varhluta af mannaráðningum vegna styttingu vinnuvikunnar og nýs vaktaskiplags vegna þess. Í vor var auglýst eftir mannskap vegna styttingar vinnuviku og vegna sumarafleysinga. 

Skipaðir voru tveir umsækjendur, sem lokið hafa lögreglunámi í stöður og auk þess gerður ráðningarsamninga við 24 ófaglærða lögreglumenn vegna þessara tveggja þátta, styttingarinnar og sumarafleysinga. Enn vantar í um það bil 5 stöðugildi vegna þessa.

„Töluverður fjöldi þeirra ófaglærðu hefur áður starfað í lögreglu og því með reynslu af þeim störfum. Ljóst er að það mun taka einhver ár að mennta nægjanlegan fjölda fólks til starfsins svo allir lögreglumenn verði faglærðir,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn og bætir við.

Oddur segir að Lögreglan á Suðurlandi og lögreglan í Vestmannaeyjum sameinuðust um að halda fimm daga námskeið fyrir afleysingamenn í liðinni viku en auk þess verður ófaglærðum mönnum raðað með faglærðum á vaktir.VÍSIR/EGILL

„Engum dylst að grundvallarbreytingar eins og með styttingu vinnuvikunnar taka á alla, bæði starfsmenn og stjórnendur. Reynslan eftir fyrsta mánuðinn er í heildina litið góð þó einhverjir hnökrar hafi komið upp og svo slegið sé á léttari strengi þá fækkar þeim sem eru með samviskubit þegar þeir fara af vaktinni eftir átta tíma í stað tólf áður. Eins munu fjölskyldur lögreglumanna upplifa töluverð gæði af því aukinni daglegri þátttöku lögreglumanna í lífi þeirra.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×