Innlent

Í annarlegu ástandi að skjóta örvum í tré

Kjartan Kjartansson skrifar
Flestir æfa bogfimi með þartilgerðum skotmörkum. Ekki maðurinn sem lögreglan hafði afskipti af í borginni í gær.
Flestir æfa bogfimi með þartilgerðum skotmörkum. Ekki maðurinn sem lögreglan hafði afskipti af í borginni í gær. Vísir/Getty

Maður var kærður fyrir brot á vopnalögum eftir að lögreglumenn höfðu afskipti af honum þar sem hann var með boga og örvar á sér í póstnúmeri 110 í gær. Hann sagði lögreglu að hann hefði verið að æfa sig í að skjóta í tré.

Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að maðurinn hafi verið í annarlegu ástandi og að hann hafi sýnt lögreglumönnum dónaskap.

Tilkynnt var um slagsmál í póstnúmeri 113 sem Grafarholt og Úlfarsárdalur tilheyra og að einn slagsmálahundanna væri vopnaður hníf. Tveir voru handteknir á vettvangi og vistaðir í fangageymslu lögreglunnar.

Töluvert var um ölvun í borginni í gærkvöldi og nótt. Margmenni var þannig í miðborginni og mikið um ölvun og læti.

Í Laugardal ók maður á staur og var handtekinn vegna gruns um að hann væri undir áhrifum áfengis og ávana- og fíkniefna. Í Hafnarfirði ók ölvaður ökumaður aftan á aðra bifreið og var hann handtekinn sömuleiðis. Í póstnúmeri 109 var einnig ökumaður handtekinn vegna gruns um ölvun við akstur eftir árekstur þar.

Ekki voru öll verkefni lögreglunnar jafnalvarleg. Tilkynnt var um að nokkrar endur hefðu valsað inn á bensínstöð í Kópavogi og óskaði starfsfólk eftir aðstoð lögreglu. Hún vísaði öndunum út vandræðalaust.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.