Innlent

Ás­laug tekur for­ystuna af Guð­laugi

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Áslaug er komin með forystuna.
Áslaug er komin með forystuna. vísir/vilhelm

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur tekið forystuna af Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra í prófkjöri flokksins þegar um tveir þriðju hlutar atkvæða eru taldir. Aðeins 55 atkvæði skilja ráðherrana að.

Þegar 4.857 at­kvæði höfðu verið talin klukkan 23 var Ás­laug með 2.333 at­kvæði í fyrsta sætinu.

Guð­laugur er dottinn niður í annað sætið með 2.278 atkvæði í það fyrsta en samanlagt 3.291 í fyrsta og annað.

Diljá Mist Einars­dóttir, að­stoðar­maður Guð­laugs, er enn í þriðja sæti með 1895 at­kvæði í fyrsta til þriðja sæti.

Brynjar Níels­son þing­maður dettur úr fjórða sætinu niður í það sjötta í þriðju tölum. Hildur Sverris­dóttir að­stoðar­maður ferða­mála-, iðnaðar- og ný­sköpunar­ráð­herra, er komin upp í fjórða sætið og Birgir Ár­manns­son þing­maður í það fimmta.

Sjöunda og áttunda sæti haldast ó­breytt en þar sitja Kjartan Magnús­son, fyrrum borgar­full­trúi og Sig­ríður Á. Ander­sen þing­maður.

Gert er ráð fyrir að næstu tölur birtist á miðnætti.

Hér má sjá hvernig atkvæðin skiptast milli efstu átta frambjóðanda samkvæmt nýjustu tölum kl. 23:00:

  1. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir: 2.333 atkvæði í 1. sæti.
  2. Guðlaugur Þór Þórðarson: 3.291 atkvæði í 1.-2. sæti.
  3. Diljá Mist Einarsdóttir: 1.895 atkvæði í 1.-3. sæti.
  4. Hildur Sverrisdóttir: 1.906 atkvæði í 1.-4. sæti.
  5. Birgir Ármannsson: 2.326 atkvæði í 1.-5. sæti.
  6. Brynjar Níelsson: 2.605 atkvæði í 1.-6. sæti.
  7. Kjartan Magnússon: 2.308 atkvæði í 1.-7. sæti.
  8. Sigríður Á Andersen: 2.120 atkvæði í 1.-8. sæti.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir

Guð­laugur leiðir með hundrað at­kvæðum

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er enn með flest atkvæði í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eftir að aðrar tölur voru gefnar út. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra er í öðru sæti. 101 atkvæði skilja þau að.

Ás­laug og Guð­laugur ó­sam­mála um niður­stöðu yfir­kjör­stjórnar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að athugasemd sem framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra sendi til yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins hafi komið sér verulega á óvart. Hún hafnar því að bróðir sinn hafi nýtt aðgang að félagaskrá með óeðlilegum hætti.

Ræðst fram­tíð Sjálf­stæðis­flokksins á Insta­gram?

Hörð bar­átta tveggja ráð­herra Sjálf­stæðis­flokksins um að verða leið­togar flokksins á þingi fyrir Reyk­víkinga hefur ó­lík­lega farið fram hjá mörgum. Báðir hafa aug­lýst sig ágætlega í að­draganda próf­kjörs flokksins, sem fer fram á föstu­dag og laugar­dag, raunar svo mikið að dósent í stjórn­mála­fræði við Há­skóla Ís­lands finnst aug­lýsinga­flóðinu svipa til þess sem tíðkaðist rétt fyrir hrun.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.