„Þetta fólk á að vera í hásæti á nýjum spítala“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. júní 2021 20:00 Steinunn Þórðardóttir, öldrunarlæknir og forseti Norrænu öldrunarfræðaráðstefnunnar. Vísir/Einar Öldrunarfordómar eru eitt stærsta vandamál í öldrunarþjónustu hér á landi, að mati öldrunarlæknis. Úr sér gengið húsnæði sé ein birtingarmynd þessara fordóma, sem komið hafi skýrt fram þegar hópsýking kórónuveirunnar kom upp á Landakoti í haust. Þessa dagana stendur yfir Norræna öldunarfræðaráðstefnan en Íslendingar eru gestgjafar að þessu sinni, þó að ráðstefnan fari raunar fram rafrænt. Steinunn Þórðardóttir öldrunarlæknir, sem jafnframt er forseti ráðstefnunnar, segir miklar brotalamir í öldrunarþjónustu á Íslandi - sem meðal annars megi rekja til mikilla öldrunarfordóma. Þeir komi meðal annars fram í ófullnægjandi húsnæði sem öldruðum býðst. „Þessari hugsun að aldraðir geti vel verið margir á herbergi, deili salerni frammi á gangi mánuðum saman, að þeir ílengist inni á sjúkrahúsi, að það séu engin úrræði úti í bæ sem eru sérsniðin að þeirra þörfum,“ segir Steinunn. „Eins og til dæmis í Covid-faraldrinum, þetta gýs upp. Eins og í tengslum við atburðina á landakoti síðastliðinn vetur, þá fann maður það, maður fann öldrunarfordómana.“ Aldraðir séu jafnframt gjarnan álitinn einsleitur hópur - sem sé fjarri sanni. „Þetta er mjög fjölbreytt fólk, maður þarf að vera mjög einstaklingsmiðaður í nálguninni. Að vera aldraður, að þá sé maður bara kominn í harmonikkutónlist, sviðakjamma og fjölbýli, undir súð einhvers staðar - það er svo ótrúlega langt frá nútímanum.“ Hún bindur vonir við að ástandið lagist með nýjum spítala sem rís nú við Hringbraut, þó að fyrirætlanir þess efnis séu enn óskýrar. „Sjúklingur framtíðarinnar er aldraður sjúklingur með fjölmörg heilsufarsvandamál, það eru þeir sem munu þurfa á sjúkrahúsþjónustu fyrst og fremst að halda þannig að þetta fólk á að vera í hásæti á nýjum spítala.“ Eldri borgarar Heilbrigðismál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira
Þessa dagana stendur yfir Norræna öldunarfræðaráðstefnan en Íslendingar eru gestgjafar að þessu sinni, þó að ráðstefnan fari raunar fram rafrænt. Steinunn Þórðardóttir öldrunarlæknir, sem jafnframt er forseti ráðstefnunnar, segir miklar brotalamir í öldrunarþjónustu á Íslandi - sem meðal annars megi rekja til mikilla öldrunarfordóma. Þeir komi meðal annars fram í ófullnægjandi húsnæði sem öldruðum býðst. „Þessari hugsun að aldraðir geti vel verið margir á herbergi, deili salerni frammi á gangi mánuðum saman, að þeir ílengist inni á sjúkrahúsi, að það séu engin úrræði úti í bæ sem eru sérsniðin að þeirra þörfum,“ segir Steinunn. „Eins og til dæmis í Covid-faraldrinum, þetta gýs upp. Eins og í tengslum við atburðina á landakoti síðastliðinn vetur, þá fann maður það, maður fann öldrunarfordómana.“ Aldraðir séu jafnframt gjarnan álitinn einsleitur hópur - sem sé fjarri sanni. „Þetta er mjög fjölbreytt fólk, maður þarf að vera mjög einstaklingsmiðaður í nálguninni. Að vera aldraður, að þá sé maður bara kominn í harmonikkutónlist, sviðakjamma og fjölbýli, undir súð einhvers staðar - það er svo ótrúlega langt frá nútímanum.“ Hún bindur vonir við að ástandið lagist með nýjum spítala sem rís nú við Hringbraut, þó að fyrirætlanir þess efnis séu enn óskýrar. „Sjúklingur framtíðarinnar er aldraður sjúklingur með fjölmörg heilsufarsvandamál, það eru þeir sem munu þurfa á sjúkrahúsþjónustu fyrst og fremst að halda þannig að þetta fólk á að vera í hásæti á nýjum spítala.“
Eldri borgarar Heilbrigðismál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira