Innlent

Borgarstjóri leitar Reykvíkings ársins

Árni Sæberg skrifar
Valdi í Hjólakrafti hlaut nafnbótina Reykvíkingur ársins 2020.
Valdi í Hjólakrafti hlaut nafnbótina Reykvíkingur ársins 2020. Reykjavíkurborg

Borgarstjóri óskar nú eftir tilnefningum um Reykvíking ársins 2021.

Verðlaununum Reykvíkingur ársins var komið á fót árið 2011 og verður því ellefti Reykvíkingur ársins krýndur um miðjan júní við hátíðlega athöfn.

„Ég hvet alla þá sem vita af einstaklingum sem vert væri að tilnefna að senda inn tilnefningar um Reykvíking ársins 2021,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Þeir borgarar sem koma til greina eru til dæmis þeir sem hafa góð áhrif á nærumhverfi sitt eða hafa gert borginni í heild gagn.

Til mikils er að vinna en auk heiðursins fær Reykvíkingur ársins að renna fyrstur fyrir laxi í Elliðaánum í fylgd sjálfs borgarstjóra. Því er um að gera að tilnefna þau sem fólk telur eiga verðlaunin skilið.

Hver myndi ekki vilja eyða veiðidegi með Degi?BEB/Visir

Ábendingar um einstaklinga eru vel þegnar og ber að senda þær inn ásamt rökstuðningi um það hvers vegna viðkomandi einstaklingur á heiðurinn skilinn á netfangið hugmynd@reykjavik.is eða bréflega til skrifstofu borgarstjóra merkt Reykvíkingur ársins. Frestur til að senda inn tilnefningar rennur út 14. júní.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×