Borgarbúar skyldugir til þess að flokka eldhúsúrgang á næstu árum Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 3. júní 2021 14:46 Sérstök söfnun á lífrænum eldhúsúrgangi verður sett á laggirnar í Reykjavík í september. Reykjavíkurborg Sérstök söfnun á lífrænum eldhúsúrgangi mun hefjast í Reykjavík í september. Byrjað verður í fjórum hverfum borgarinnar en stefnt er á að geta boðið öllum íbúum þjónustuna fyrir mitt ár 2022. Stefnt er að því að brúna tunnan verði orðin að skyldu innan nokkurra ára. Reykjavíkurborg tók ákvörðun árið 2015 að fara í sérsöfnun á lífrænum eldhúsúrgangi. Þegar farið var að vinna þarfagreiningu fyrir gas- og jarðgerðarstöðina GAJA óskaði Reykjavíkurborg eftir því að stöðin gæti tekið við sérsöfnuðum lífrænum eldhúsúrgangi frá íbúum í Reykjavík, án þess að hann blandist við annan úrgang. Umhverfis- og heilbrigðisráð Reykjavíkurborgar samþykkti síðan á fundi 17. mars síðastliðinn að innleiða brúna tunnu til að safna í flokkuðum lífrænum eldhúsúrgangi. Byrjað í Grafarvogi, Grafarholti, Árbæ og Norðlingaholti Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að byrjað verði að bjóða upp á þjónustuna í Grafarvogi, Grafarholti, Árbæ og Norðlingaholti í september 2021. Auk þess verður þjónustan áfram í boði á Kjalarnesi og í Hamrahverfi, en þar hefur söfnunin þegar verið hafin sem hluti af tilraunaverkefni. Stefnt er að því að geta boðið íbúum í öllum hverfum borgarinnar upp á brúna tunnu fyrir mitt ár 2022. Brúna tunnan hefur verið tekin í notkun á Kjalarnesi og í Hamrahverfi. Hún verður aðgengileg öllum borgarbúum um mitt ár 2022.Reykjavíkurborg Sérsöfnun hámarkar gæðin - flokkun heimila góð Í tilkynningu segir að tilgangurinn með sérsöfnun sé að hámarka gæði afurða sem hægt er að vinna. Auk þess að vinna metangas, verði unninn jarðvegsbætir sem stenst kröfur um notagildi og hámarksinnihald mengunarefna. Þannig fást fjölbreyttari möguleikar á endurnýtingu næringarefna sem finnast í lífrænum eldhúsúrgangi. Þá segir að tilraunaverkefni með sérsöfnun á lífrænum eldhúsúrgangi á Kjalarnesi og í Hamrahverfi hafi sýnt fram á að flokkun heimila sé almennt góð og að lítið sé um aðskotahluti í brúnu tunnunni. Verður hægt að halda kostnaði vegna sorphirðu óbreyttum Í fyrstu verður boðið upp á brúna tunnu sem frístandandi 140 lítra ílát. En það er sama stærð og á spartunnu sem hefur staðið íbúum til boða og er minni en hefðbundin grá tunna. Þessi stærð hentar við flestar gerðir húsnæðis í borginni. Einnig verður boðið upp á að sækja lífrænan eldhúsúrgang í djúpgáma sem hafa verið að ryðja sér til rúms við fjölbýli undanfarin ár. Gjaldið fyrir brúnu tunnuna án fimmtán metra gjalds verður 10.700 krónur á ári og verður tunnan tæmd á tveggja vikna fresti að jafnaði. Hægt verður að breyta úr 240 lítra grátunnu í spartunnu og því hægt að halda kostnaði vegna sorphirðu óbreyttum. Gjald vegna spartunnu án fimmtán metra gjalds er 18.400 krónur. Það gerir gjald vegna brúntunu og spartunnu samtals 29.199 krónur á ári. Það er sama gjald og er innheimt fyrir eina 240 lítra gráa sorptunnu í dag. Brúna tunnan mun kosta 10.700 krónur á ári og vera tæmd á tveggja vikna fresti.Reykjavíkurborg Brúna tunnan skylda innan nokkurra ára Breytingar þessar eru í takti við loftslagsstefnu Reykjavíkurborgar. Í aðgerðaráætlun borgarinnar í loftslagsmálum 2021-2025 er hringrásarhugsun ein af megináherslum áætlunarinnar. Ein af fimmtán aðgerðum áætlunarinnar er að urðun verði hætt og mótuð verði heildstæð aðgerðaráætlun um hringrás og endurvinnslu til að styðja við sjálfbærari meðhöndlun úrgangs. Til að byrja með verður þjónustan valkvæð og er byrjað að taka á móti pöntunum á ekkirusl.is. Einnig er hægt að senda póst á sorphirda@reykjavik.is. Gert er ráð fyrir því að brúna tunnan verði orðin að skyldu á öllum heimilum innan nokkurra ára. Reykjavík Sorpa Umhverfismál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Reykjavíkurborg tók ákvörðun árið 2015 að fara í sérsöfnun á lífrænum eldhúsúrgangi. Þegar farið var að vinna þarfagreiningu fyrir gas- og jarðgerðarstöðina GAJA óskaði Reykjavíkurborg eftir því að stöðin gæti tekið við sérsöfnuðum lífrænum eldhúsúrgangi frá íbúum í Reykjavík, án þess að hann blandist við annan úrgang. Umhverfis- og heilbrigðisráð Reykjavíkurborgar samþykkti síðan á fundi 17. mars síðastliðinn að innleiða brúna tunnu til að safna í flokkuðum lífrænum eldhúsúrgangi. Byrjað í Grafarvogi, Grafarholti, Árbæ og Norðlingaholti Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að byrjað verði að bjóða upp á þjónustuna í Grafarvogi, Grafarholti, Árbæ og Norðlingaholti í september 2021. Auk þess verður þjónustan áfram í boði á Kjalarnesi og í Hamrahverfi, en þar hefur söfnunin þegar verið hafin sem hluti af tilraunaverkefni. Stefnt er að því að geta boðið íbúum í öllum hverfum borgarinnar upp á brúna tunnu fyrir mitt ár 2022. Brúna tunnan hefur verið tekin í notkun á Kjalarnesi og í Hamrahverfi. Hún verður aðgengileg öllum borgarbúum um mitt ár 2022.Reykjavíkurborg Sérsöfnun hámarkar gæðin - flokkun heimila góð Í tilkynningu segir að tilgangurinn með sérsöfnun sé að hámarka gæði afurða sem hægt er að vinna. Auk þess að vinna metangas, verði unninn jarðvegsbætir sem stenst kröfur um notagildi og hámarksinnihald mengunarefna. Þannig fást fjölbreyttari möguleikar á endurnýtingu næringarefna sem finnast í lífrænum eldhúsúrgangi. Þá segir að tilraunaverkefni með sérsöfnun á lífrænum eldhúsúrgangi á Kjalarnesi og í Hamrahverfi hafi sýnt fram á að flokkun heimila sé almennt góð og að lítið sé um aðskotahluti í brúnu tunnunni. Verður hægt að halda kostnaði vegna sorphirðu óbreyttum Í fyrstu verður boðið upp á brúna tunnu sem frístandandi 140 lítra ílát. En það er sama stærð og á spartunnu sem hefur staðið íbúum til boða og er minni en hefðbundin grá tunna. Þessi stærð hentar við flestar gerðir húsnæðis í borginni. Einnig verður boðið upp á að sækja lífrænan eldhúsúrgang í djúpgáma sem hafa verið að ryðja sér til rúms við fjölbýli undanfarin ár. Gjaldið fyrir brúnu tunnuna án fimmtán metra gjalds verður 10.700 krónur á ári og verður tunnan tæmd á tveggja vikna fresti að jafnaði. Hægt verður að breyta úr 240 lítra grátunnu í spartunnu og því hægt að halda kostnaði vegna sorphirðu óbreyttum. Gjald vegna spartunnu án fimmtán metra gjalds er 18.400 krónur. Það gerir gjald vegna brúntunu og spartunnu samtals 29.199 krónur á ári. Það er sama gjald og er innheimt fyrir eina 240 lítra gráa sorptunnu í dag. Brúna tunnan mun kosta 10.700 krónur á ári og vera tæmd á tveggja vikna fresti.Reykjavíkurborg Brúna tunnan skylda innan nokkurra ára Breytingar þessar eru í takti við loftslagsstefnu Reykjavíkurborgar. Í aðgerðaráætlun borgarinnar í loftslagsmálum 2021-2025 er hringrásarhugsun ein af megináherslum áætlunarinnar. Ein af fimmtán aðgerðum áætlunarinnar er að urðun verði hætt og mótuð verði heildstæð aðgerðaráætlun um hringrás og endurvinnslu til að styðja við sjálfbærari meðhöndlun úrgangs. Til að byrja með verður þjónustan valkvæð og er byrjað að taka á móti pöntunum á ekkirusl.is. Einnig er hægt að senda póst á sorphirda@reykjavik.is. Gert er ráð fyrir því að brúna tunnan verði orðin að skyldu á öllum heimilum innan nokkurra ára.
Reykjavík Sorpa Umhverfismál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira