Cruyff aftur til starfa hjá Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júní 2021 13:31 Jordi Cruyff sést hér halda tölu fyrir framan mynd af föður sínum Johani Cruyff. EPA/Susanna Saez Johan Cruyff er eitt stærsta nafnið í sögu Barcelona og nú er sonur hans kominn í mikið ábyrgðarstarf hjá félaginu. Jordi Cruyff var tilkynntur formlega í dag sem nýr íþróttastjóri hjá Barcelona og mun hann fá það starf að koma Börsungum aftur í hóp bestu félaga Evrópu eftir lægð síðustu ár. Hann verð hægri hönd forsetans Joans Laporta. Johan Cruyff at Barcelona: Player and managerJordi Cruyff at Barcelona: Player and now hired as sporting advisor to Joan LaportaThat Cruyff x Barcelona connection continues pic.twitter.com/SnlBSvRFQe— B/R Football (@brfootball) June 3, 2021 Jordi er 47 ára og yngsta barn Johans Cruyff. Strákurinn lék með Barcelona frá 1994 til 1996 en fír þaðan til Manchester United. Hann lagði skóna á hilluna árið 2010 og starfaði síðast sem þjálfari landsliðs Ekvadors og svo þjálfari kínverska félagsins Shenzhen. Ráðningin hefur legið í loftinu í langan tíma og því er ekki hægt að segja að fréttirnar hafi komið mikið á óvart. Jordi gat líka fengið mun meiri pening fyrir þjálfarastarf sitt í Kína en fórnaði því til að taka við þessu draumastarfi sínu. @JordiCruyff to join the football area of the Club from August 1— FC Barcelona (@FCBarcelona) June 3, 2021 Það verður hins vegar mikil pressa á nýja íþróttastjóranum, ekki aðeins vegna þessa krefjandi starfs, heldur einnig vegna þess að hann er sonur stærstu goðsagnarinnar í sögu Katalóníufélagsins. Johan Cruyff var bæði magnaður leikmaður og áhrifamikill þjálfari öll sín ár hjá Barcelona. Hann lék með félaginu frá 1973 til 1978 og þjálfaði það síðan frá 1988 til 1996. Hugsjón og hugmyndir Cruyff um „Total Football“ urðu hluti af beinagrind félagsins og undir hans stjórn vann Barcelona Evrópukeppni meistaraliða í fyrsta sinn vorið 1992. Spænski boltinn Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Fleiri fréttir „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjá meira
Jordi Cruyff var tilkynntur formlega í dag sem nýr íþróttastjóri hjá Barcelona og mun hann fá það starf að koma Börsungum aftur í hóp bestu félaga Evrópu eftir lægð síðustu ár. Hann verð hægri hönd forsetans Joans Laporta. Johan Cruyff at Barcelona: Player and managerJordi Cruyff at Barcelona: Player and now hired as sporting advisor to Joan LaportaThat Cruyff x Barcelona connection continues pic.twitter.com/SnlBSvRFQe— B/R Football (@brfootball) June 3, 2021 Jordi er 47 ára og yngsta barn Johans Cruyff. Strákurinn lék með Barcelona frá 1994 til 1996 en fír þaðan til Manchester United. Hann lagði skóna á hilluna árið 2010 og starfaði síðast sem þjálfari landsliðs Ekvadors og svo þjálfari kínverska félagsins Shenzhen. Ráðningin hefur legið í loftinu í langan tíma og því er ekki hægt að segja að fréttirnar hafi komið mikið á óvart. Jordi gat líka fengið mun meiri pening fyrir þjálfarastarf sitt í Kína en fórnaði því til að taka við þessu draumastarfi sínu. @JordiCruyff to join the football area of the Club from August 1— FC Barcelona (@FCBarcelona) June 3, 2021 Það verður hins vegar mikil pressa á nýja íþróttastjóranum, ekki aðeins vegna þessa krefjandi starfs, heldur einnig vegna þess að hann er sonur stærstu goðsagnarinnar í sögu Katalóníufélagsins. Johan Cruyff var bæði magnaður leikmaður og áhrifamikill þjálfari öll sín ár hjá Barcelona. Hann lék með félaginu frá 1973 til 1978 og þjálfaði það síðan frá 1988 til 1996. Hugsjón og hugmyndir Cruyff um „Total Football“ urðu hluti af beinagrind félagsins og undir hans stjórn vann Barcelona Evrópukeppni meistaraliða í fyrsta sinn vorið 1992.
Spænski boltinn Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Fleiri fréttir „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjá meira