Sýknuð af því að hafa sigað Dobermann-hundi á aðra konu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júní 2021 09:33 Konan var sýknuð af því að hafa sigað Dobermann-hundi á hina konuna. Vísir/Getty Landsréttur sýknaði á dögunum konu af því að hafa sigað Dobermann-hundi á aðra konu og sparkað í andlit hennar, en héraðsdómur hafði áður sakfellt hana fyrir þessi atriði. Landsréttur staðfesti þó sakfellingu héraðsdóms yfir konunni að öðru leyti og dæmdi konuna í skilorðsbundið fangelsi. Mál á hendur konunni var höfðað í september 2019, en hún var þá 26 ára. Í ákæru var henni gefið að sök að hafa ráðist á 33 ára gamla konu með því að siga á hana hundi af tegundinni Dobermann, rífa í hár hennar og draga hana þannig niður í jörðina. Þá var henni gefið að sök að hafa veist að hinni konunni með því að sparka í eða traðka á brjóstkassa hennar minnst tvisvar sinnum og sparka minnst einu sinni í andlit hennar. Konan var sakfelld fyrir öll atriði ákærunnar í héraði, fyrir utan að draga hina konuna í jörðina. Landsrétti þótti ekki sannað þannig að hafið væri yfir skynsamlegan vafa að konan hefði sigað hundinum á hina eða að hann hefði glefsað og klórað í hana, eins og haldið var fram í ákæru. Þá taldi dómurinn ósannað að hún hefði sparkað í andlit brotaþola, en staðfesti héraðsdóminn að öðru leyti. Háttsemi konunnar var heimfærð undir 218. grein almennra hegningarlaga og telst því til meiri háttar líkamsárásar. Konan var því dæmd til fjögurra mánaða fangelsisvistar sem er skilorðsbundin til tveggja ára. Dómsmál Dýr Gæludýr Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Goddur er látinn Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Landsréttur staðfesti þó sakfellingu héraðsdóms yfir konunni að öðru leyti og dæmdi konuna í skilorðsbundið fangelsi. Mál á hendur konunni var höfðað í september 2019, en hún var þá 26 ára. Í ákæru var henni gefið að sök að hafa ráðist á 33 ára gamla konu með því að siga á hana hundi af tegundinni Dobermann, rífa í hár hennar og draga hana þannig niður í jörðina. Þá var henni gefið að sök að hafa veist að hinni konunni með því að sparka í eða traðka á brjóstkassa hennar minnst tvisvar sinnum og sparka minnst einu sinni í andlit hennar. Konan var sakfelld fyrir öll atriði ákærunnar í héraði, fyrir utan að draga hina konuna í jörðina. Landsrétti þótti ekki sannað þannig að hafið væri yfir skynsamlegan vafa að konan hefði sigað hundinum á hina eða að hann hefði glefsað og klórað í hana, eins og haldið var fram í ákæru. Þá taldi dómurinn ósannað að hún hefði sparkað í andlit brotaþola, en staðfesti héraðsdóminn að öðru leyti. Háttsemi konunnar var heimfærð undir 218. grein almennra hegningarlaga og telst því til meiri háttar líkamsárásar. Konan var því dæmd til fjögurra mánaða fangelsisvistar sem er skilorðsbundin til tveggja ára.
Dómsmál Dýr Gæludýr Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Goddur er látinn Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent