Innlent

„Allir fá sitt rafmagn“ þrátt fyrir bilun

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Reykjanesvirkjun er raforkuver sem virkjar jarðvarma.
Reykjanesvirkjun er raforkuver sem virkjar jarðvarma. VILHELM GUNNARSSON

Starfsmenn HS Orku slökktu á annarri af þeim vélum sem tryggja raforkuframleiðslu Reykjanesvirkjunar vegna bilunar sem kom upp í gær. Bilunin mun ekki hafa áhrif á viðskiptavini HS Orku þó að það dragi úr framleiðslugetu fyrirtækisins. 

Ekki er vitað með vissu hvað gerðist en grunur beinist að broti í túrbínublaði. 

„Starfsmenn orkuversins tóku eftir því í gærmorgun að það var óvenju mikill titringur í annarri af vélunum í Reykjanesvirkjun og keyrðu hana niður sem varúðarráðstöfun. Í sjálfu sér er ekki enn vita að fullu hvað orsakaði bilunina en líklega var um að ræða brot í túrbínublaði,“ sagði Jóhann Snorri Sigurbergsson er forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá HS Orku.

Bilunin hefur áhrif á framleiðslugetu HS Orku en það mun ekki hafa áhrif á viðskiptavini fyrirtækisins.

„Það fá allir sitt rafmagn, kerfið er þannig sett upp að það eru allir sem fá sitt rafmagn. Það er gert ráð fyrri því að það sé aukin framleiðsla annars staðar þegar eitthvað svona gerist.“

Óvíst er hvað bilunin mun vara lengi.

„Við vitum það ekki með vissu eins og staðan er núna en við gerum ráð fyrir að þetta verði kannski allt að tvær vikur,“ sagði Jóhann Snorri.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.