Innlent

Rúmur fjórðungur stefnir til út­landa á þessu ári

Vésteinn Örn Pétursson skrifar

Ríflega fjórðungur landsmanna segir það öruggt eða líklegt að þeir muni ferðast til útlanda á þessu ári. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis. Forstöðumaður ferðaskrifstofu segir haustið líta vel út.

Hlutfall þeirra sem hugsa til ferðalaga erlendis helst nánast óbreytt milli kannana Maskínu í febrúar og maí, tæp 28 prósent á móti rúmum 27.

Í febrúar sögðu rúm tíu prósent þeirra sem hyggja á utanlandsferð líklegt að þau færu til útlanda í byrjun sumars, en í maí hafði hlutfallið helmingast.

Í febrúar voru ögn fleiri sem fannst líklegt að fara út síðla sumars en nú í maí. Þeim hefur fjölgað sem finnst líklegt að fara í ferðalag með haustinu, tíu prósentustigum fleiri í maí en í febrúar.

Bólusetningar breyti miklu

Ingibjörg Elsa Eysteinsdóttir, forstöðumaður Úrvals Útsýnar, segist merkja aukinn ferðahug í fólki. 

„Jú, fólk ætlar að fara að ferðast og haustið lítur mjög vel út þegar kemur að sólarferðum, borgarferðum og sérferðum,“ segir Ingibjörg.

Hún segir ljóst að eftir því sem bólusetningum vindur fram hér á landi aukist ferðahugur landans.

Ingibjörg segir aukna bólusetningar ýta undir bókanir í utanlandsferðir.Vísir/Sigur

„Já, það gerir það klárlega. Þegar það koma stórar vikur þar sem eru margir bólusettir, sérstaklega þegar þú þarft bara að bíða í þrjár vikur eftir að sprautan verði orðin fullgild, þá er fólk alveg tilbúið að fara.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.