Sólmyrkvi sjáanlegur á öllu landinu í næstu viku Kjartan Kjartansson skrifar 2. júní 2021 08:01 Deildarmyrkvi sem varð á sólu 21. ágúst 2017. Myrkvinn sem verður 10. júní verður sá stærsti frá þeim stóra í mars 2015. Sævar Helgi Bragason Deildarmyrkvi á sólu sést alls staðar á Íslandi ef veður leyfir að morgni fimmtudagsins 10. júní. Þegar mest lætur hylur tunglið 69% af skífu sólarinnar frá Reykjavík séð. Þetta verður mesti sómyrkvi sem sést hefur frá Íslandi frá því í mars árið 2015. Þá huldi tunglið hins vegar mun meira af sólinni, 97%. Í höfuðborginni hefst deildarmyrkvinn klukkan 9:06 að morgni þegar tunglið byrjar að ganga inn fyrir skífu sólarinnar á himninum. Myrkvinn nær hámarki klukkan 10:17 og verður hann aðeins meiri séð frá vestanverðu landinu en austanverðu. Á Austurlandi skyggir tunglið á 66% sólarinnar, að því er kemur fram á Stjörnufræðivefnum. Myrkvanum lýkur klukkan 11:33 í Reyjavík en tímasetningarnar eru örlítið mismunandi fyrir mismunandi staði á landinu. Til að berja myrkvann augum þarf hlífðarbúnað eins og sólmyrkvagleraugu eða logsuðugler af mesta styrkleika. Sólmyrkvar sem þessi verða þegar tunglið gengur á milli sólar og jarðar. Vestan við Ísland verður svonefndur hringmyrkvi en þeir verða þegar tunglið er aðeins of langt frá jörðinni til þess að hylja alla skífu sólarinnar. Þá sést þunnur ljóshringur í kringum tunglið. Hringmyrkvi gengur yfir Kanada, Grænland, norðurpólinn og Rússland en heppilegasti staðurinn til að berja hann augum er nyrst á Grænlandi. Fimm ár eru þar til almyrkvi sést á sólu frá Íslandi, 12. ágúst 2026. Það verður fyrsti almyrkvi sem sést frá Íslandi frá 1954 og sá fyrsti sem sést frá Reykjavík frá 17. júní árið 1433. Tímasetningar fyrir einstaka staði á Íslandi (námundað að næstu heilu mínútu): Reykjavík 69% Myrkvi hefst: 09:06 Myrkvi í hámarki: 10:17 Myrkva lýkur: 11:33 Stykkishólmur 71% Myrkvi hefst: 09:08 Myrkvi í hámarki: 10:19 Myrkva lýkur: 11:34 Ísafjörður 73% Myrkvi hefst: 09:09 Myrkvi í hámarki: 10:20 Myrkva lýkur: 11:36 Akureyri 69% Myrkvi hefst: 09:11 Myrkvi í hámarki: 10:23 Myrkva lýkur: 11:38 Egilsstaðir 66% Myrkvi hefst: 09:12 Myrkvi í hámarki: 10:24 Myrkva lýkur: 11:41 Höfn í Hornafirði 65% Myrkvi hefst: 09:10 Myrkvi í hámarki: 10:22 Myrkva lýkur: 11:38 Geimurinn Tunglið Sólin Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Þetta verður mesti sómyrkvi sem sést hefur frá Íslandi frá því í mars árið 2015. Þá huldi tunglið hins vegar mun meira af sólinni, 97%. Í höfuðborginni hefst deildarmyrkvinn klukkan 9:06 að morgni þegar tunglið byrjar að ganga inn fyrir skífu sólarinnar á himninum. Myrkvinn nær hámarki klukkan 10:17 og verður hann aðeins meiri séð frá vestanverðu landinu en austanverðu. Á Austurlandi skyggir tunglið á 66% sólarinnar, að því er kemur fram á Stjörnufræðivefnum. Myrkvanum lýkur klukkan 11:33 í Reyjavík en tímasetningarnar eru örlítið mismunandi fyrir mismunandi staði á landinu. Til að berja myrkvann augum þarf hlífðarbúnað eins og sólmyrkvagleraugu eða logsuðugler af mesta styrkleika. Sólmyrkvar sem þessi verða þegar tunglið gengur á milli sólar og jarðar. Vestan við Ísland verður svonefndur hringmyrkvi en þeir verða þegar tunglið er aðeins of langt frá jörðinni til þess að hylja alla skífu sólarinnar. Þá sést þunnur ljóshringur í kringum tunglið. Hringmyrkvi gengur yfir Kanada, Grænland, norðurpólinn og Rússland en heppilegasti staðurinn til að berja hann augum er nyrst á Grænlandi. Fimm ár eru þar til almyrkvi sést á sólu frá Íslandi, 12. ágúst 2026. Það verður fyrsti almyrkvi sem sést frá Íslandi frá 1954 og sá fyrsti sem sést frá Reykjavík frá 17. júní árið 1433. Tímasetningar fyrir einstaka staði á Íslandi (námundað að næstu heilu mínútu): Reykjavík 69% Myrkvi hefst: 09:06 Myrkvi í hámarki: 10:17 Myrkva lýkur: 11:33 Stykkishólmur 71% Myrkvi hefst: 09:08 Myrkvi í hámarki: 10:19 Myrkva lýkur: 11:34 Ísafjörður 73% Myrkvi hefst: 09:09 Myrkvi í hámarki: 10:20 Myrkva lýkur: 11:36 Akureyri 69% Myrkvi hefst: 09:11 Myrkvi í hámarki: 10:23 Myrkva lýkur: 11:38 Egilsstaðir 66% Myrkvi hefst: 09:12 Myrkvi í hámarki: 10:24 Myrkva lýkur: 11:41 Höfn í Hornafirði 65% Myrkvi hefst: 09:10 Myrkvi í hámarki: 10:22 Myrkva lýkur: 11:38
Geimurinn Tunglið Sólin Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira