Innlent

Sakaði ekki eftir að lítil vél brot­­lenti á Kefla­víkur­flug­velli

Atli Ísleifsson skrifar
Málið er nú í höndum rannsóknarnefndar samgönguslysa sem rannsakar tildrög slyssins.
Málið er nú í höndum rannsóknarnefndar samgönguslysa sem rannsakar tildrög slyssins. Lögreglan á Suðurnesjum

Engan sakaði þegar lítil flugvél brotlenti skömmu eftir flugtak á Keflavíkurflugvelli í morgun. Vélin var á leið til Kanada og brotlenti í móa, sunnan vallarins.

Þetta staðfestir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við Vísi, en atvikið átti sér stað um klukkan 6:30 í morgun. Neyðarstigi var lýst yfir, en því aflétt klukkan 7:12.

Guðjón segir að tvær litlar vélar hafi tekið á loft um 6:30, báðar á leið til Kanada og aðeins með flugmann um borð í þeim báðum. Hin vélin hafi snúið við og lent aftur á Keflavíkurflugvelli eftir að hin brotlenti.

Vélin brotlenti utan girðingar en innan svæðis flugvallarinis.

Málið er nú í höndum rannsóknarnefndar samgönguslysa sem rannsakar tildrög slyssins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×