Fótbolti

„Skref upp á við á mínum ferli“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aguero hress og kátur er hann var kynntur sem leikmaður Barcelona.
Aguero hress og kátur er hann var kynntur sem leikmaður Barcelona. David Ramos/Getty Images

Sergio Aguero segir að félagaskiptin til Barcelona frá Manchester City sé skref upp á við á hans ferli en félagaskiptin voru tilkynnt í dag.

Argentínumaðurinn kemur til spænska risans á frjálsri sölu frá Manchester City þar sem samningur hans var runninn út.

Framherjinn hefur verið lengi orðaður við Barcelona en hann skrifaði undir samning til ársins 2023.

„Barcelona er besta félag í heimi svo þetta er góð ákvörðun að koma hingað. Ég vona að ég geti hjálpað liðinu og þetta er að sjálfsögðu skref upp á við á mínum ferli,“ sagði Aguero.

„Ég er mjög glaður og vonandi get ég hjálpað liðinu að vinna bikara. Ég mun gera mitt besta og svo geta stuðningsmennirnir vonandi notið gæða minna inni á vellinum.“

Hinn 32 ára Aguero er því kominn aftur í spænska boltann þar sem hann var síðast árið 2011 er hann lék með Atletico Madrid.


Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir

Agüero í fremstu víglínu hjá Barcelona

Barcelona kynnti í dag argentínska sóknarmanninn Sergio Agüero sem sinn nýjasta liðsmann. Agüero snýr þar með aftur til Spánar eftir að hafa verið afar sigursæll með Manchester City síðastliðinn áratug.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×