„Ég er spennt að takast á við nýjar áskoranir“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 31. maí 2021 15:06 Birna María Másdóttir er þáttastjórnandi GYM og segir að viðmælendur þáttanna séu einstakir karakterar og algjörir snillingar. Stöð 2 „Ég er náttúrulega frekar ný í þessum leik þannig margt er að koma á óvart. Það sem kemur alltaf hvað mest á óvart er hvað það leynast margir laumumeistarar út um allt,“ segir Birna Másdóttir um nýjustu þáttaröðina af GYM sem nú eru í sýningu. „Viðmælendurnir eru fjölbreyttir og koma úr mismunandi umhverfi, en eiga það allir sameiginlegt að vera einstakir karakterar og algjörir snillingar. Í þessari seríu hitti ég meðal annars, doktorinn sjálfan Hjörvar Hafliða, Donnu Cruz, Júlían J.K. heimsmeistara í kraftlyfingum, fimleikadrottninguna Kolbrúnu Þöll, Matthías Örn Íslandsmeistara í pílu og sjónvarpskonuna og göngugarpinn Guðrúnu Sóley.“ Birna segir að það hafi verið mikil stemning fyrir þáttaröðinni strax frá byrjun. „Margir af þeim sem komu af fyrri GYM seríunni voru aftur í teyminu fyrir þessa seríu þannig allt gekk frekar smurt. Auðvitað verður að taka inn í myndina að það var stundum erfitt að skipuleggja sig í kringum Covid en allt gekk þetta upp á endanum.“ Frá tökum á GYM Kveðjustundirnar erfiðastar GYM byrjaði á samfélagsmiðlum en þættirnir eru nú sýndir á sunnudagskvöldum á Stöð 2. „Ég held að það skemmtilegasta við GYM er hvað ég vissi ekkert í hvað stefndi þegar þetta byrjaði. Mér þykir mjög vænt um GYM þar sem þetta var svona fyrsta verkefnið sem mér var falið að gera hjá Útvarp 101, haustið 2018. Mér fannst gaman hvað þau treystu mér og hvöttu mig áfram. Eftir að hafa gert nokkra styttri GYM vefþætti kom upp sú hugmynd að gera GYM að sjónvarpsþáttum. Við hjá 101 Production pitchuðum þessu hjá Stöð 2 og þau tóku vel í hugmyndina. Þetta var því fyrsta sjónvarpsverkefnið sem 101 Productions vinnur að en síðan þá hafa fleiri seríur verið framleiddar á borð við Æði, Áttavillt, Bibba flýgur og Dagbók Urriða.“ Donna Cruz var viðmælandi Birnu í GYM á Stöð 2 í gær. Birna hefur líka verið í þáttunum Bibba flýgur eftir að hún byrjaði með GYM þættina, en viðurkennir að það hafi verið áskorun að venjast því að vera fyrir framan myndavél. „Mér fannst ég þurfa að vera mjög örugg til þess að viðmælendum þætti þeir öruggir og liði vel og þar af leiðandi væru þeir sjálfir. En svona þegar ég hugsa hvað hefur í alvöru verið mesta áskorunin hefur verið að taka upp kveðjustundir í þáttunum. Mér finnst þetta alltaf jafn vandræðalegt og fer í algjöra kleinu og fer oftast bara að bulla. Það er mjög fyndið að vera feik-kveðja einhvern. Þetta er eiginlega fáranlegt hvað ég verð vandræðaleg en það er alltaf rými fyrir bætingar, er það ekki?“ Birna er jákvæð gagnvart sumrinu. Spennt fyrir sumrinu og nýjum áskorunum Hún er annars mjög spennt fyrir næstu mánuðum. „Það er svo gott sumar framundan, ég finn það bara. Allir orðnir kátari og við erum vonandi að mjakast úr þessum heimsfaraldri. Planið mitt í sumar er að njóta, rúlla út nýjum GYM þætti næstu sunnudaga, fagna BA-gráðu og jafnvel kíkja á tjöddarann (Þjóðhátíð) ef leyfir.“ Birna hóf störf sem samfélagsmiðlaráðgjafi á auglýsingastofunni Brandenburg fyrir þremur vikum og segir að andinn þar sé góður. „Ég er spennt að takast á við nýjar áskoranir þar og er spennt fyrir komandi tímum.“ Hún hvetur fólk til að missa ekki af næsta þætti af GYM á sunnudag. „Það er um að gera að grilla og horfa á snillinginn Júlían J.K. kenna okkur hvernig maður verður heimsmeistari í réttstöðulyftu.“ Bíó og sjónvarp GYM Heilsa Tengdar fréttir Birna María ráðin til Brandenburg Auglýsingastofan Brandenburg hefur ráðið Birnu Maríu Másdóttur í starf samfélagsmiðlaráðgjafa. 27. maí 2021 09:20 Mest lesið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Fleiri fréttir Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Sjá meira
„Viðmælendurnir eru fjölbreyttir og koma úr mismunandi umhverfi, en eiga það allir sameiginlegt að vera einstakir karakterar og algjörir snillingar. Í þessari seríu hitti ég meðal annars, doktorinn sjálfan Hjörvar Hafliða, Donnu Cruz, Júlían J.K. heimsmeistara í kraftlyfingum, fimleikadrottninguna Kolbrúnu Þöll, Matthías Örn Íslandsmeistara í pílu og sjónvarpskonuna og göngugarpinn Guðrúnu Sóley.“ Birna segir að það hafi verið mikil stemning fyrir þáttaröðinni strax frá byrjun. „Margir af þeim sem komu af fyrri GYM seríunni voru aftur í teyminu fyrir þessa seríu þannig allt gekk frekar smurt. Auðvitað verður að taka inn í myndina að það var stundum erfitt að skipuleggja sig í kringum Covid en allt gekk þetta upp á endanum.“ Frá tökum á GYM Kveðjustundirnar erfiðastar GYM byrjaði á samfélagsmiðlum en þættirnir eru nú sýndir á sunnudagskvöldum á Stöð 2. „Ég held að það skemmtilegasta við GYM er hvað ég vissi ekkert í hvað stefndi þegar þetta byrjaði. Mér þykir mjög vænt um GYM þar sem þetta var svona fyrsta verkefnið sem mér var falið að gera hjá Útvarp 101, haustið 2018. Mér fannst gaman hvað þau treystu mér og hvöttu mig áfram. Eftir að hafa gert nokkra styttri GYM vefþætti kom upp sú hugmynd að gera GYM að sjónvarpsþáttum. Við hjá 101 Production pitchuðum þessu hjá Stöð 2 og þau tóku vel í hugmyndina. Þetta var því fyrsta sjónvarpsverkefnið sem 101 Productions vinnur að en síðan þá hafa fleiri seríur verið framleiddar á borð við Æði, Áttavillt, Bibba flýgur og Dagbók Urriða.“ Donna Cruz var viðmælandi Birnu í GYM á Stöð 2 í gær. Birna hefur líka verið í þáttunum Bibba flýgur eftir að hún byrjaði með GYM þættina, en viðurkennir að það hafi verið áskorun að venjast því að vera fyrir framan myndavél. „Mér fannst ég þurfa að vera mjög örugg til þess að viðmælendum þætti þeir öruggir og liði vel og þar af leiðandi væru þeir sjálfir. En svona þegar ég hugsa hvað hefur í alvöru verið mesta áskorunin hefur verið að taka upp kveðjustundir í þáttunum. Mér finnst þetta alltaf jafn vandræðalegt og fer í algjöra kleinu og fer oftast bara að bulla. Það er mjög fyndið að vera feik-kveðja einhvern. Þetta er eiginlega fáranlegt hvað ég verð vandræðaleg en það er alltaf rými fyrir bætingar, er það ekki?“ Birna er jákvæð gagnvart sumrinu. Spennt fyrir sumrinu og nýjum áskorunum Hún er annars mjög spennt fyrir næstu mánuðum. „Það er svo gott sumar framundan, ég finn það bara. Allir orðnir kátari og við erum vonandi að mjakast úr þessum heimsfaraldri. Planið mitt í sumar er að njóta, rúlla út nýjum GYM þætti næstu sunnudaga, fagna BA-gráðu og jafnvel kíkja á tjöddarann (Þjóðhátíð) ef leyfir.“ Birna hóf störf sem samfélagsmiðlaráðgjafi á auglýsingastofunni Brandenburg fyrir þremur vikum og segir að andinn þar sé góður. „Ég er spennt að takast á við nýjar áskoranir þar og er spennt fyrir komandi tímum.“ Hún hvetur fólk til að missa ekki af næsta þætti af GYM á sunnudag. „Það er um að gera að grilla og horfa á snillinginn Júlían J.K. kenna okkur hvernig maður verður heimsmeistari í réttstöðulyftu.“
Bíó og sjónvarp GYM Heilsa Tengdar fréttir Birna María ráðin til Brandenburg Auglýsingastofan Brandenburg hefur ráðið Birnu Maríu Másdóttur í starf samfélagsmiðlaráðgjafa. 27. maí 2021 09:20 Mest lesið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Fleiri fréttir Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Sjá meira
Birna María ráðin til Brandenburg Auglýsingastofan Brandenburg hefur ráðið Birnu Maríu Másdóttur í starf samfélagsmiðlaráðgjafa. 27. maí 2021 09:20