Segir gróðureldavána komna til að vera Atli Ísleifsson skrifar 30. maí 2021 20:49 Frá slökkvistarfi við Guðmundarlund í Kópavogi fyrr í mánuðinum. Vísir/Vilhelm Slökkviliðsmenn hafa nú þurft að glíma við á áttunda tug gróðurelda hér á landi frá 9. apríl. Forstöðumaður brunavarna hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir gróðurelda vaxandi vá hér á landi og að efla þurfi viðbúnað og fræðslu. Til að bregðast við gróðureldaógninni hér á landi hefur Húsnæðis- og mannvirkjastofnun ákveðið að setja á laggirnar starfshóp um varnir gegn gróðureldum. Fær hópurinn það verkefni að vinna að fyrirbyggjandi aðgerðum í formi forvarna og fræðslu um gróðurelda, en í hópnum eiga sæti fulltrúar meðal annars frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Félagi slökkviliðsstjóra, Lögreglustjórafélagi Íslands, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Skipulagsstofnun, Skógræktinni, Veðurstofunni og Verkís. Nauðsynlegt að bregðast við Regína Valdimarsdóttir, forstöðumaður á sviði brunavarna hjá HMS og formaður starfshópsins, segir nauðsynlegt að við Íslendingar bregðumst við þessari vá þegar í stað. „Veðurfar hefur farið hlýnandi hér á landi og með aukinni gróðursæld að þá er þessi vá komin til að vera og við þurfum að vera í stakk búin að bregðast við.“ Starfshópurinn mun kortleggja nauðsynlegar breytingar á lögum og reglugerðum er snerta gróðurelda og stuðla að breytingum þar sem þess reynist þörf. Síðast en ekki síst muni hópurinn einbeita sér að því að auka viðbúnað slökkviliða og almennings. Vísir/Vilhelm Regína segir að ýmislegt sé hægt að gera til að bregðast við þessari vá. „Við þurfum að stuðla að ákveðinni vitundarvakningu um þessa vá og að almenningur sé meðvitaður um þetta og geti brugðist við. Gróðureldar koma líka til út af mannavöldum eins og sjá má með atburði víðs vegar um landið, til dæmis í Heiðmörk og annars staðar, þetta er oft af mannavöldum, íkveikja eða einnota grill eða eitthvað, sem verður til þess að það kviknar í gróðri,“ segir Regína Valdimarsdóttir hjá HMS. Gróðureldar á Íslandi Almannavarnir Tengdar fréttir Breytingar gerðar á óvissu- og hættustigum vegna hættu á gróðureldum Áfram verður í gildi hættustig vegna hættu á gróðureldum á Vesturlandi, Vestfjarðakjálkanum og Norðurlandi vestra eða frá Hvalfjarðarbotni í suðri að Tröllaskaga í norðri. Óvissustig vegna hættu á gróðureldum er áfram í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, það er frá Siglufirði og austur á Sandvíkurheiði. 28. maí 2021 13:35 Útköll vegna gróðurelda 67 talsins frá 9. apríl Slökkvilið á landinu hafa samtals þurft að sinna 67 útköllum vegna gróðurelda frá 9. apríl og er ljóst að gróðureldaváin sé komin til að vera hér á landi. 27. maí 2021 07:34 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Til að bregðast við gróðureldaógninni hér á landi hefur Húsnæðis- og mannvirkjastofnun ákveðið að setja á laggirnar starfshóp um varnir gegn gróðureldum. Fær hópurinn það verkefni að vinna að fyrirbyggjandi aðgerðum í formi forvarna og fræðslu um gróðurelda, en í hópnum eiga sæti fulltrúar meðal annars frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Félagi slökkviliðsstjóra, Lögreglustjórafélagi Íslands, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Skipulagsstofnun, Skógræktinni, Veðurstofunni og Verkís. Nauðsynlegt að bregðast við Regína Valdimarsdóttir, forstöðumaður á sviði brunavarna hjá HMS og formaður starfshópsins, segir nauðsynlegt að við Íslendingar bregðumst við þessari vá þegar í stað. „Veðurfar hefur farið hlýnandi hér á landi og með aukinni gróðursæld að þá er þessi vá komin til að vera og við þurfum að vera í stakk búin að bregðast við.“ Starfshópurinn mun kortleggja nauðsynlegar breytingar á lögum og reglugerðum er snerta gróðurelda og stuðla að breytingum þar sem þess reynist þörf. Síðast en ekki síst muni hópurinn einbeita sér að því að auka viðbúnað slökkviliða og almennings. Vísir/Vilhelm Regína segir að ýmislegt sé hægt að gera til að bregðast við þessari vá. „Við þurfum að stuðla að ákveðinni vitundarvakningu um þessa vá og að almenningur sé meðvitaður um þetta og geti brugðist við. Gróðureldar koma líka til út af mannavöldum eins og sjá má með atburði víðs vegar um landið, til dæmis í Heiðmörk og annars staðar, þetta er oft af mannavöldum, íkveikja eða einnota grill eða eitthvað, sem verður til þess að það kviknar í gróðri,“ segir Regína Valdimarsdóttir hjá HMS.
Gróðureldar á Íslandi Almannavarnir Tengdar fréttir Breytingar gerðar á óvissu- og hættustigum vegna hættu á gróðureldum Áfram verður í gildi hættustig vegna hættu á gróðureldum á Vesturlandi, Vestfjarðakjálkanum og Norðurlandi vestra eða frá Hvalfjarðarbotni í suðri að Tröllaskaga í norðri. Óvissustig vegna hættu á gróðureldum er áfram í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, það er frá Siglufirði og austur á Sandvíkurheiði. 28. maí 2021 13:35 Útköll vegna gróðurelda 67 talsins frá 9. apríl Slökkvilið á landinu hafa samtals þurft að sinna 67 útköllum vegna gróðurelda frá 9. apríl og er ljóst að gróðureldaváin sé komin til að vera hér á landi. 27. maí 2021 07:34 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Breytingar gerðar á óvissu- og hættustigum vegna hættu á gróðureldum Áfram verður í gildi hættustig vegna hættu á gróðureldum á Vesturlandi, Vestfjarðakjálkanum og Norðurlandi vestra eða frá Hvalfjarðarbotni í suðri að Tröllaskaga í norðri. Óvissustig vegna hættu á gróðureldum er áfram í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, það er frá Siglufirði og austur á Sandvíkurheiði. 28. maí 2021 13:35
Útköll vegna gróðurelda 67 talsins frá 9. apríl Slökkvilið á landinu hafa samtals þurft að sinna 67 útköllum vegna gróðurelda frá 9. apríl og er ljóst að gróðureldaváin sé komin til að vera hér á landi. 27. maí 2021 07:34