Innlent

Njáll Trausti sigrar í Norð­austur­kjör­dæmi

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Njáll verður oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Njáll verður oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Njáll Trausti Frið­berts­son, þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins, hafði betur gegn Gauta Jóhannes­syni, forseta sveitastjórnar Múlaþings, í bar­áttunni um fyrsta sætið á lista flokksins í Norð­austur­kjör­dæmi.

Njáll hafði nokkuð öruggan sigur í próf­kjörinu og endaði með 816 at­kvæði í fyrsta sætið af þeim 1.570 sem greidd voru. Berg­lind Ósk Guð­munds­dóttir hafnaði í öðru sæti listans, sem hún hafði sóst eftir. Hún hlaut 708 at­kvæði saman­lagt í fyrsta og annað sæti.

Gauti Jóhannes­son, sem sóttist eftir fyrsta sætinu, hafnaði í því þriðja með 780 at­kvæði saman­lagt í fyrsta til þriðja sæti. Berg­lind Harpa Svavars­dóttir lenti í fjórða sæti í próf­kjörinu og Ragnar Sigurðs­son í því fimmta.

Njáll var í öðru sæti á listanum fyrir síðustu kosningar þegar Kristján Þór Júlíus­son, sjávar­út­vegs- og land­búnaðar­ráð­herra, var í odd­vita­sætinu. Kristján á­kvað að gefa ekki kost á sér á þing fyrir næsta kjör­tíma­bil.

Í síðustu kosningum komust tveir af lista Sjálf­stæðis­flokksins í kjör­dæminu inn á þing.

Niðurstoðurnar í efstu fimm sætunum:

  1. Njáll Trausti Friðbertsson með 816 atkvæði í 1. sæti
  2. Berglind Ósk Guðmundsdóttir með 708 atkvæði í 1.-2. sæti
  3. Gauti Jóhannesson með 780 atkvæði í 1.-3. sæti
  4. Berglind Harpa Svavarsdóttir með 919 atkvæði í 1.-4. sæti
  5. Ragnar Sigurðsson með 854 atkvæði í 1.-5. sæti


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×