Sjálfstæðismenn velja tvo nýja oddvita í dag Sylvía Hall skrifar 29. maí 2021 10:32 Frambjóðendurnir fjórir sem sækjast eftir oddvitasætum í tveimur gríðarstórum kjördæmum. Ljóst er að nýr oddviti mun leiða lista Sjálfstæðismanna í Suður- og Norðausturkjördæmi. Vísir/Vilhelm - Håkon Broder Lund - Facebook Úrslit ráðast í tveimur prófkjörum Sjálfstæðisflokksins í dag, annars vegar í Suðurkjördæmi og hins vegar í Norðausturkjördæmi. Hart er barist um oddvitasætið í báðum kjördæmum þar sem fyrri oddvitar gáfu ekki kost á sér. Í Suðurkjördæmi hafa þau Vilhjálmur Árnason þingmaður og Guðrún Hafsteinsdóttir, fyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins og markaðsstjóri Kjörís, gefið kost á sér til þess að leiða lista Sjálfstæðismanna í kjördæminu. Alls eru níu í framboði, þrjár konur og sex karlar, en í síðasta mánuði tilkynnti Páll Magnússon núverandi oddviti flokksins í kjördæminu að hann hygðist ekki gefa kost á sér aftur. Atkvæðagreiðsla fer fram á fjórtán kjörstöðum í kjördæminu. Allir opna þeir klukkan tíu og loka síðustu kjörstaðir, í Þorlákshöfn og Hveragerði, klukkan 19. Samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórn er stefnt að því að gefa fyrstu tölur um klukkan átta í kvöld. „Við erum bjartsýn á að klára talninguna milli tólf og eitt í nótt ef allt gengur að óskum,“ segir Ingvar Pétur Guðbjörnsson formaður yfirkjörstjórnar. Viðbúið sé að atkvæði af nokkrum stöðum skili sér seinna í hús, til að mynda frá Höfn í Hornafirði, en hann býst við því að ferlið gæti klárast á sjö tímum. Báðir frambjóðendur bjartsýnir Í Norðausturkjördæmi sækjast einnig tveir eftir fyrsta sætinu, þeir Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður og Gauti Jóhannesson, forseti sveitastjórnar Múlaþings. Kristján Þór Júlíusson sem hefur leitt lista flokksins í kjördæminu hefur ákveðið að segja skilið við stjórnmálin eftir fjórtán ár á Alþingi. Líkt og í Suðurkjördæmi hafa níu gefið kost á sér í Norðausturkjördæmi og er kynjaskiptingin sú sama. Kjörstaðirnir eru fjórtán og opna allir klukkan tíu. Lengst er opið í Brekkuskóla á Akureyri til 18 en samkvæmt heimildum fréttastofu verða tölur úr talningu gefnar út tvisvar í kvöld; fyrstu tölur og lokatölur. Stefnt er að því að lokatölur liggi fyrir um miðnætti. Að mati Njáls Trausta hefur prófkjörsbaráttan verið róleg og málefnaleg undanfarnar vikur, en í samtali við fréttastofu í gær sögðust þeir Gauti og Njáll báðir vera bjartsýnir fyrir prófkjörið og vongóðir um að hreppa fyrsta sætið. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Norðausturkjördæmi Tengdar fréttir Barist í hinu alltof stóra og skrítna Suðurkjördæmi Nokkur spenna er að myndast um það hver hreppir oddvitasæti Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi. 28. maí 2021 12:14 „Skæruliðadeild“ Samherja skipti sér af prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Svokölluð skæruliðadeild Samherja reyndi að hafa áhrif á niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. 23. maí 2021 15:00 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Sjá meira
Í Suðurkjördæmi hafa þau Vilhjálmur Árnason þingmaður og Guðrún Hafsteinsdóttir, fyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins og markaðsstjóri Kjörís, gefið kost á sér til þess að leiða lista Sjálfstæðismanna í kjördæminu. Alls eru níu í framboði, þrjár konur og sex karlar, en í síðasta mánuði tilkynnti Páll Magnússon núverandi oddviti flokksins í kjördæminu að hann hygðist ekki gefa kost á sér aftur. Atkvæðagreiðsla fer fram á fjórtán kjörstöðum í kjördæminu. Allir opna þeir klukkan tíu og loka síðustu kjörstaðir, í Þorlákshöfn og Hveragerði, klukkan 19. Samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórn er stefnt að því að gefa fyrstu tölur um klukkan átta í kvöld. „Við erum bjartsýn á að klára talninguna milli tólf og eitt í nótt ef allt gengur að óskum,“ segir Ingvar Pétur Guðbjörnsson formaður yfirkjörstjórnar. Viðbúið sé að atkvæði af nokkrum stöðum skili sér seinna í hús, til að mynda frá Höfn í Hornafirði, en hann býst við því að ferlið gæti klárast á sjö tímum. Báðir frambjóðendur bjartsýnir Í Norðausturkjördæmi sækjast einnig tveir eftir fyrsta sætinu, þeir Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður og Gauti Jóhannesson, forseti sveitastjórnar Múlaþings. Kristján Þór Júlíusson sem hefur leitt lista flokksins í kjördæminu hefur ákveðið að segja skilið við stjórnmálin eftir fjórtán ár á Alþingi. Líkt og í Suðurkjördæmi hafa níu gefið kost á sér í Norðausturkjördæmi og er kynjaskiptingin sú sama. Kjörstaðirnir eru fjórtán og opna allir klukkan tíu. Lengst er opið í Brekkuskóla á Akureyri til 18 en samkvæmt heimildum fréttastofu verða tölur úr talningu gefnar út tvisvar í kvöld; fyrstu tölur og lokatölur. Stefnt er að því að lokatölur liggi fyrir um miðnætti. Að mati Njáls Trausta hefur prófkjörsbaráttan verið róleg og málefnaleg undanfarnar vikur, en í samtali við fréttastofu í gær sögðust þeir Gauti og Njáll báðir vera bjartsýnir fyrir prófkjörið og vongóðir um að hreppa fyrsta sætið.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Norðausturkjördæmi Tengdar fréttir Barist í hinu alltof stóra og skrítna Suðurkjördæmi Nokkur spenna er að myndast um það hver hreppir oddvitasæti Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi. 28. maí 2021 12:14 „Skæruliðadeild“ Samherja skipti sér af prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Svokölluð skæruliðadeild Samherja reyndi að hafa áhrif á niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. 23. maí 2021 15:00 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Sjá meira
Barist í hinu alltof stóra og skrítna Suðurkjördæmi Nokkur spenna er að myndast um það hver hreppir oddvitasæti Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi. 28. maí 2021 12:14
„Skæruliðadeild“ Samherja skipti sér af prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Svokölluð skæruliðadeild Samherja reyndi að hafa áhrif á niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. 23. maí 2021 15:00