Innlent

Getur ekki tekið á móti fleiri gömlum bílum á Ystafelli

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Sverrir Ingólfur Ingólfsson eigandi Samgönguminjasafnsins á Ystafelli í Köldukinn skammt frá Húsavík
Sverrir Ingólfur Ingólfsson eigandi Samgönguminjasafnsins á Ystafelli í Köldukinn skammt frá Húsavík Magnús Hlynur Hreiðarsson

Eigandi Samgönguminjasafnsins á Ystafelli í Köldukinn skammt frá Húsavík hefur ekki undan að neita fólki um gamla bíla, sem það vill gefa safninu. Á safninu í dag eru um eitt hundrað bílar, meðal annars forsetabíllinn, sem var notaður í forsetatíð frú Vigdísar Finnbogadóttur.

Það er virkilega gaman að skoða sig um á safninu, sem Sverrir Ingólfur Ingólfsson stýrir myndarlega. Mjög fjölbreytt úrval af bílum og alls konar samgöngutækjum eru á safninu, sem gleðja auðgað.

„Þetta eru allt saman bílar, sem hafa verið notaðir á Íslandi, það er reyndar einn, sem hefur verið fluttur inn, sem antik, annars eru þetta bílar, sem segja íslenska samgöngusögu og náttúrulega meiri en bílar, það eru traktorar, skriðdreki, snjóbílar og ýmislegt fleira á safninu,“ segir Sverrir Ingólfur.

Það er mjög gaman að heimsækja safnið á Ystafelli enda fjölbreytt úrval af farartækjum þar.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Fyrrverandi forsetabíll, sem var notaður í forsetatíð frú Vigdísar Finnbogadóttur er meðal bíla á safninu.

Sverrir Ingólfur segir að margir vilji gefa safninu gamla bílinn sinn.

Forsetabílinn, sem frú Vigdís Finnbogadóttir notaði er meðal annars á safninu og vekur þar mikla athygli.Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Já, ég hugsa að það sé ekkert langt frá því að það sé verið að bjóða okkur einn bíl á viku en við getum því miður ekki tekið við neinum núna því það er allt orðið troðfullt.“

Um fjögur þúsund manns heimsækja safnið árlega. 

En hvernig leggst sumarið í sumar í Sverri Ingólf?

„Bara mjög vel þakka þér, þetta verður örugglega mjög gott sumar."

Um fjögur þúsund gestir koma árlega á safnið á Ystafelli og reynir Sverrir Ingólfur að spjalla við þá alla.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Safnið verður opið í allt sumar fyrir gesti og gangandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×