Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Sylvía Hall skrifar
Frettir-hadegis_1080x720
vísir

Enn er fólk að greinast með kórónuveirusmit utan sóttkvíar og má rekja mörg þeirra til sameiginlegra snertiflata. Við ræðum við Víði Reynisson yfirlögregluþjón sem segist hafa áhyggjur af stöðunni en þrír greindust með veiruna í gær, tveir utan sóttkvíar.

Björgunarsveitir í nógu að snúast í nótt vegna hvassviðrisins sem gekk yfir suðvesturhornið í gær og snertu óvenju mörg útköll að ferðahýsum sem höfðu fokið til.

Sjálfstæðismenn munu velja sér nýja oddvita í tveimur stórum kjördæmum í dag. Prófkjör fara fram í Suður- og Norðausturkjördæmi, þar sem frambjóðendur til fyrsta sætis eru bjartsýnir á að bera sigur úr býtum.

Þá heyrum við í sveitastjóra í Húnavatnshreppi sem segist bjartsýnn á að af sameiningu verði, en kosið verður um sameiningu fimm sveitarfélaga í Austur-Húnavatnsýslu þann 5. júní næstkomandi.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×