Innlent

Getum enn fengið stóra hópsýkingu

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Þórólfur Guðnason segir viðbúið að enn komi upp smit þótt dögunum fjölgi þar sem enginn greinist með veiruna. 
Þórólfur Guðnason segir viðbúið að enn komi upp smit þótt dögunum fjölgi þar sem enginn greinist með veiruna.  Vísir/Vilhelm

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að hann hefði verið til í að sjá núllin áfram í kórónuveirusmitum en það sé óraunhæft. Veiran sé enn þarna úti en að veiran sem nú sé að greinast sé sú sama og greindist fyrir rúmri viku og var kennd við H&M.

Fimm greindust með veiruna í gær og voru tveir utan sóttkvíar.

„Þetta er ekki óviðbúið. Við höfum verið að tala um að veiran sé ennþá úti í samfélaginu," segir Þórólfur. 

Fjórir þeirra sem greindust í gær, þar á meðal starfsmaður á leikskólanum Árborg, tengjast þessum eina sem greindist með veiruna í fyrradag.

„Veiran virðist vera sú sama og greindist á dögunum og var kennd við H&M. Þannig að þetta er sama veiran sem við erum að eiga við.“

Sá fimmti sem greindist í gær, annar þeirra sem greindist utan sóttkvíar, er ferðamaður.

„Þetta er ferðamaður sem kom fyrir viku síðan til landsins og þurfti vottorð til að komast heim. Þá greindist hann með jákvætt covid-test.“

Enginn greindist með veiruna um helgina, í fjóra daga í röð, en Þórólfur segir fimm smitaða þó ekki gríðarlegt áfall eða bakslag.

„Við hefðum viljað sjá núllin áfram en ég held það sé óraunhæft í sjálfu sér. Veiran er þarna úti og er að valda, sem betur fer, litlum einkennum eða engum einkennum hjá mörgum. En þeir geta þá smitað og þess vegna ríður á að allir passi sig, jafnvel þótt við séum byrjuð að slaka á aðgerðum. Við erum ekki laus við veiruna, við getum allt í einu fengið stóra hópsýkingu ef fólk gætir ekki að sér,“ segir Þórólfur og minnir á að það taki nokkrar vikur fyrir bóluefnið að virka.

„Svo geta bólusettir fengið veiruna og borið hana áfram, þótt það sé sjaldgæft.“


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.