Vandi hjúkrunarheimila aðkallandi en lausnin ekki auðfundin Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. maí 2021 12:15 Meirihluti fjárlaganefndar segir aðkallandi að taka á rekstrarvanda hjúkrunarheimila og að stíga þurfi skref í þá átt við næstu fjárlagagerð. Vísir/Vilhelm Fjárlaganefnd Alþingis segir rekstrarvanda hjúkrunarheimila aðkallandi en ekki sé ljóst hvernig taka eigi á honum. Formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu segir bráðavanda blasa við og lýsir yfir miklum vonbrigðum með stjórnvöld. Nefndarálit með breytingartillögum meirihluta fjárlaganefndar við fjármáláætlun næstu fimm ára var birt í gær. Þar er fjallað um stöðu hjúkrunarheimila og í áliti segir að nefndin hafi ítarlega kynnt sér nýútkomna skýrslu um afkomu þeirra - eða svokallaða Gylfaskýrslu. Í henni er því spáð að fjöldi landsmanna yfir áttatíu ára aldri muni tvöfaldast á næstu tveimur áratugum og bent á að það kalli á verulega fjölgun hjúkrunarrýma. Fjárlaganefnd leggur til að framlög til hjúkrunarþjónustu verði aukin á árunum 2023 til 2025 til að standa undir fyrirhugaðri fjölgun rýma á þeim tíma. Gísli Páll Pálsson, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.Vísir/Einar Gísli Páll Pálsson, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, lýsir yfir miklum vonbrigðum að nefndin leggi ekki til hækkanir að öðru leyti. Í nefndaráliti segir að rekstrarvandi heimilanna sé aðkallandi en að nýútkomin skýrsla svari ekki hvernig heppilegast sé að taka á honum. „Það virðist ekki duga að það eru einungis fimm heimili af fjörtíu sem voru réttu megin við núllið árið 2019. Þannig að 87 prósent heimila voru ekki réttu megin við núllið. Það virðist ekki duga til þess að grípa til neinna hækkana. Og eftir 2019 komu fram kjarasamningsbundanr hækkanir þannig staðan hefur líklega versnað. Ég veit ekki hvað þarf að gerast til að fólk vakni og átti sig á stöðunni því hún er grafalvarleg,“ segir Gísli Páll. Formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu segir bráðavanda blasa við hjúkrunarheimilum.vísir/vilhelm Í áliti nefndarinnar er vísað í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að endurskoða þurfi framlög til reksturs heimilanna. Gísli telur útséð að við þetta verði ekki staðið og lýsir yfir miklum vonbrigðum. „Það hefur verið 0,5 prósenta hagræðingarkarafa á hjúkrunarheimili á hverju ári. Grunnurinn hefur aldrei verið aukinn og þegar heilbrigðisráðherra segir að það hafi verið aukinn peningur settur í hjúkrunarheimilin er það hárrétt, en það er vegna launahækkana og verðlagshækkana. Það hefur enginn raunverulegur nýr peningur komið inn í hjúkrunarheimilin í valdatíð þessarar ríkisstjórnar og ég verð rosa feginn þegar við losnum við hana,“ segir Gísli. Hjúkrunarheimili Alþingi Eldri borgarar Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Nefndarálit með breytingartillögum meirihluta fjárlaganefndar við fjármáláætlun næstu fimm ára var birt í gær. Þar er fjallað um stöðu hjúkrunarheimila og í áliti segir að nefndin hafi ítarlega kynnt sér nýútkomna skýrslu um afkomu þeirra - eða svokallaða Gylfaskýrslu. Í henni er því spáð að fjöldi landsmanna yfir áttatíu ára aldri muni tvöfaldast á næstu tveimur áratugum og bent á að það kalli á verulega fjölgun hjúkrunarrýma. Fjárlaganefnd leggur til að framlög til hjúkrunarþjónustu verði aukin á árunum 2023 til 2025 til að standa undir fyrirhugaðri fjölgun rýma á þeim tíma. Gísli Páll Pálsson, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.Vísir/Einar Gísli Páll Pálsson, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, lýsir yfir miklum vonbrigðum að nefndin leggi ekki til hækkanir að öðru leyti. Í nefndaráliti segir að rekstrarvandi heimilanna sé aðkallandi en að nýútkomin skýrsla svari ekki hvernig heppilegast sé að taka á honum. „Það virðist ekki duga að það eru einungis fimm heimili af fjörtíu sem voru réttu megin við núllið árið 2019. Þannig að 87 prósent heimila voru ekki réttu megin við núllið. Það virðist ekki duga til þess að grípa til neinna hækkana. Og eftir 2019 komu fram kjarasamningsbundanr hækkanir þannig staðan hefur líklega versnað. Ég veit ekki hvað þarf að gerast til að fólk vakni og átti sig á stöðunni því hún er grafalvarleg,“ segir Gísli Páll. Formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu segir bráðavanda blasa við hjúkrunarheimilum.vísir/vilhelm Í áliti nefndarinnar er vísað í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að endurskoða þurfi framlög til reksturs heimilanna. Gísli telur útséð að við þetta verði ekki staðið og lýsir yfir miklum vonbrigðum. „Það hefur verið 0,5 prósenta hagræðingarkarafa á hjúkrunarheimili á hverju ári. Grunnurinn hefur aldrei verið aukinn og þegar heilbrigðisráðherra segir að það hafi verið aukinn peningur settur í hjúkrunarheimilin er það hárrétt, en það er vegna launahækkana og verðlagshækkana. Það hefur enginn raunverulegur nýr peningur komið inn í hjúkrunarheimilin í valdatíð þessarar ríkisstjórnar og ég verð rosa feginn þegar við losnum við hana,“ segir Gísli.
Hjúkrunarheimili Alþingi Eldri borgarar Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent