Innlent

Skemmdir unnar á bílum í bíla­kjallara Ráð­hússins

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla segir málið vera í rannsókn.
Lögregla segir málið vera í rannsókn. Vísir/Vilhelm

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út í morgun eftir að tilkynnt var um innbrot og skemmdarverk á þremur bílum í bílakjallara Ráðhúss Reykjavíkur.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Ekki eru gefnar frekari upplýsingar nema að málið sé í rannsókn.

Einnig segir frá því að í morgun hafi verið tilkynnt um að búið væri að brjóta rúður í húsum við Vífilstaðaspítala í Garðabæ. Var samtals búið að brjóta níu rúður í þremur húsum. Gerendur voru farnir þegar lögreglu bar að garði.

Í Fellahverfi í Reykjavík var lögregla kölluð út vegna tónlistarhávaða í íbúð og lofaði húsráðandi að lækka.

Þá segir að lögregla hafi stöðvar tvo ökumenn sem grunaðir voru um akstur undir áhrifum áfengis. Báðir voru þeir sviptir ökuréttindum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×