Katrín: Svona gera menn einfaldlega ekki Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. maí 2021 13:33 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir framgöngu svokallaðrar skæruliðadeildar Samherja óboðlega og óeðlilega. Í liðinni viku hefur Kjarninn fjallað um samskipti svokallaðrar skæruliðadeildar Samherja sem hefur meðal annars reynt að hafa áhrif á niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, formannskosningu í Blaðamannafélaginu samkvæmt gögnum sem fjölmiðillinn hefur undir höndum. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vísaði til fréttaflutningsins í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag og spurði Katrínu hvort hún teldi lýðræðinu stafa ógn af vinnubrögðum af þessu tagi. Katrín sagði framgönguna óboðlega, óeðlilega og ekki eiga að líðast í lýðræðissamfélagi. „Við þurfum að átta okkur á því að aðilar sem eru í forystu fyrir jafn stórt fyrirtæki og þarna er um að ræða bera ábyrgð gagnvart samfélagi sínu. Og þetta er ekki að bera ábyrgð gagnvart samfélaginu. Svona gera menn einfaldlega ekki,“ sagði Katrín. „Ég held að þegar við lesum um atburðarás eins og þá sem við höfum verið að lesa um, hvað varðar tilraunir til að hafa áhrif á kjör í Blaðamannafélagi Íslands, þá held ég að það sé full ástæða til þess að skoða stöðu þeirrar stéttar í fjölmiðlalögum,“ sagði Katrín og bætti við að heildarendurskoðun á fjölmiðlalögum, meðal annars varðandi réttarstöðu blaðamanna, væri tímabær. Hún sagði þó mörg skref hafa verið stigin og vísaði til laga um vernd uppljóstrara, laga um varnir gegn hagsmunaárekstrum og ný upplýsingalög. Logi Einarsson, formaður Samfylkingar.vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, gekk jafnframt á Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra í fyrirspurnartímanum vegna sama máls. Hún spurði hvort hann hefði áhyggjur af „áróðurs- og rógsherferð“ fyrirtækisins og hvort hann teldi Samherja standa við þær skuldbindingar sem fyrirtækið hafi gagnvart samfélaginu. Þekkir gott fólk hjá Samherja „Ég hef áhyggjur af því, ef það er eitthvað óeðlilegt í gangi, með hvaða hætti fyrirtæki blandar sér í stjórnmálabaráttu einstakra stjórnmálaflokka, verkalýðsfélaga og svo framvegis. Einstaklingum er þetta að sjálfsögðu fullkomlega heimilt, hvar og hvenær sem þeir kjósa og vilja. En ef fyrirtæki taka með einbeittum hætti ákvörðun um að beita sér með slíkum hætti er það allra mati, og flestra mati, eitthvað sem er ekki ásættanlegt,“ sagði Kristján og bætti við að það væri áhyggjuefni ef það sé farið „að verða lenska“ að fyrirtæki sem telji að sér sótt beiti sér með þessum hætti. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.vísir/Vilhelm Þá sagðist Kristján þekkja margt starfsfólk Samherja og hafi ekkert nema gott um það að segja. „Og hef átt við það alla tíð bara hin bestu samskipti.“ Þórhildur Sunna svaraði Kristjáni og sagðist ekki hafa verið að spyrja um „neina lensku“, heldur tilgreint dæmi um óeðlileg afskipti gagnvart blaðamönnum, stéttarfélagi, prófkjöri og samfélagssáttmálanum. „Hvað eigum við að segja? Hvað eigum við að segja með sjávarútvegsráðherra sem hefur ekkert um þetta risavaxna mál að segja sökum æpandi vanhæfis?“ sagði Þórhildur Sunna. Kristján Þór hafnaði ásökunum Þórhildar Sunnu um vanhæfi í málinu. „Ég mótmæli því að menn beri ekki eitthvert skynbragð á hæfi sitt til að takast á við mál sem kom upp, hvort heldur það varðar Samherja eða einhver önnur fyrirtæki.“ Samherjaskjölin Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira
Í liðinni viku hefur Kjarninn fjallað um samskipti svokallaðrar skæruliðadeildar Samherja sem hefur meðal annars reynt að hafa áhrif á niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, formannskosningu í Blaðamannafélaginu samkvæmt gögnum sem fjölmiðillinn hefur undir höndum. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vísaði til fréttaflutningsins í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag og spurði Katrínu hvort hún teldi lýðræðinu stafa ógn af vinnubrögðum af þessu tagi. Katrín sagði framgönguna óboðlega, óeðlilega og ekki eiga að líðast í lýðræðissamfélagi. „Við þurfum að átta okkur á því að aðilar sem eru í forystu fyrir jafn stórt fyrirtæki og þarna er um að ræða bera ábyrgð gagnvart samfélagi sínu. Og þetta er ekki að bera ábyrgð gagnvart samfélaginu. Svona gera menn einfaldlega ekki,“ sagði Katrín. „Ég held að þegar við lesum um atburðarás eins og þá sem við höfum verið að lesa um, hvað varðar tilraunir til að hafa áhrif á kjör í Blaðamannafélagi Íslands, þá held ég að það sé full ástæða til þess að skoða stöðu þeirrar stéttar í fjölmiðlalögum,“ sagði Katrín og bætti við að heildarendurskoðun á fjölmiðlalögum, meðal annars varðandi réttarstöðu blaðamanna, væri tímabær. Hún sagði þó mörg skref hafa verið stigin og vísaði til laga um vernd uppljóstrara, laga um varnir gegn hagsmunaárekstrum og ný upplýsingalög. Logi Einarsson, formaður Samfylkingar.vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, gekk jafnframt á Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra í fyrirspurnartímanum vegna sama máls. Hún spurði hvort hann hefði áhyggjur af „áróðurs- og rógsherferð“ fyrirtækisins og hvort hann teldi Samherja standa við þær skuldbindingar sem fyrirtækið hafi gagnvart samfélaginu. Þekkir gott fólk hjá Samherja „Ég hef áhyggjur af því, ef það er eitthvað óeðlilegt í gangi, með hvaða hætti fyrirtæki blandar sér í stjórnmálabaráttu einstakra stjórnmálaflokka, verkalýðsfélaga og svo framvegis. Einstaklingum er þetta að sjálfsögðu fullkomlega heimilt, hvar og hvenær sem þeir kjósa og vilja. En ef fyrirtæki taka með einbeittum hætti ákvörðun um að beita sér með slíkum hætti er það allra mati, og flestra mati, eitthvað sem er ekki ásættanlegt,“ sagði Kristján og bætti við að það væri áhyggjuefni ef það sé farið „að verða lenska“ að fyrirtæki sem telji að sér sótt beiti sér með þessum hætti. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.vísir/Vilhelm Þá sagðist Kristján þekkja margt starfsfólk Samherja og hafi ekkert nema gott um það að segja. „Og hef átt við það alla tíð bara hin bestu samskipti.“ Þórhildur Sunna svaraði Kristjáni og sagðist ekki hafa verið að spyrja um „neina lensku“, heldur tilgreint dæmi um óeðlileg afskipti gagnvart blaðamönnum, stéttarfélagi, prófkjöri og samfélagssáttmálanum. „Hvað eigum við að segja? Hvað eigum við að segja með sjávarútvegsráðherra sem hefur ekkert um þetta risavaxna mál að segja sökum æpandi vanhæfis?“ sagði Þórhildur Sunna. Kristján Þór hafnaði ásökunum Þórhildar Sunnu um vanhæfi í málinu. „Ég mótmæli því að menn beri ekki eitthvert skynbragð á hæfi sitt til að takast á við mál sem kom upp, hvort heldur það varðar Samherja eða einhver önnur fyrirtæki.“
Samherjaskjölin Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira