Innlent

Ný slökkviskjóla tekin í gagnið

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Nýja slökkviskjólan tekur um tvö þúsund lítra af vatni í hverri ferð.
Nýja slökkviskjólan tekur um tvö þúsund lítra af vatni í hverri ferð. LANDHELGISGÆSLAN

Landhelgisgæslan keypti nýja slökkviskjólu frá Kanada eftir að skjóla gæslunnar eyðilagðist við slökkvistörf í Heiðmörk á dögunum.

Í færslu Landhelgisgæslunnar segir að mikið kapp hafi verið lagt á að finna nýja slökkviskjólu eftir að skjóla Landhelgisgæslunnar eyðilagðist við slökkvistörf þegar sinubruni varð í Heiðmörk.

„Búnaður sem þessi liggur ekki á lausu og því er afar gleðilegt að sjá slökkviskjóluna komna til landsins jafn skjótt og raun ber vitni,“ segir í færslunni.

Nýja skjólan er sambærileg þeirri gömlu og tekur um 2000 lítra af vatni í hverri ferð. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar gerir ráð fyrir að æfa slökkvistörf með nýju skjólunni við fyrsta tækifæri.

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar gerir ráð fyrir að æfa slökkvistörf með nýju skjólunni við fyrsta tækifæri.LANDHELGISGÆSLAN

Tengdar fréttir

Gömul og ný tré urðu eldinum í Heiðmörk að bráð

Birki og stafafura sem hafði verið gróðursett voru á stórum hluta þess lands sem brann í gróðureldinum í Heiðmörk í síðustu viku. Gamall birkiskógur varð eldinum, sem er talinn hafa raskað smádýra- og fuglalífi, einnig að bráð.

Reglu­legar eftir­lits­ferðir vegna eld­hættu víða um land

Lögregla og slökkvilið á þeim svæðum þar sem almannavarnastigi vegna hættu á gróðureldum hefur verið lýst yfir hafa aukið viðbúnað sinn og eftirlit vegna þess hve hættan á gróðureldum er nú mikil. Svæðið sem um ræðir nær allt frá Eyjafjöllum í austri og vestur að Breiðafirði.

Hættustig vegna hættu á gróðureldum

Búið er að lýsa yfir hættustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum allt frá Breiðafirði og austur undir Eyjafjöll. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Þar segir að ríkislögreglustjóri hafi tekið þessa ákvörðun, í samráði við lögreglustjóra og slökkviliðsstjóra á Vestfjörðum, Vesturlandi, höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Suðurlandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×