Innlent

Hvetur við­skipta­vini H&M til að fara með gát

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hvetur þá, sem hafa farið í verslun H&M á Hafnartorgi frá síðustu helgi, til að fara varlega næstu daga.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hvetur þá, sem hafa farið í verslun H&M á Hafnartorgi frá síðustu helgi, til að fara varlega næstu daga. Vísir

Allir fjórir sem greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær tengjast tveimur smitum sem komu upp meðal starfsmanna H&M á Hafnartorgi í fyrradag. Þrír af þessum fjórum voru þegar komnir í sóttkví þegar þeir greindust.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að svo virðist sem sóttvarnir í búðinni hafi verið til í mjög góðu lagi.

„Þannig að við bindum vonir um að smit hafi ekki átt sér stað til kúnnanna. Það hefur verið mikið spurt um það og við höfum fengið margar fyrirspurnir frá þeim sem hafa farið í umrædda verslun hvort þeir séu í hættu og hvað þeir eigi að gera,“ sagði Þórólfur.

Hann sagðist skora á þá sem fóru í verslun H&M á Hafnartorgi síðustu daga fara með gát. Miðað sé við þá sem hafi farið í búðina frá síðustu helgi.

„Þeir þurfa ekki endilega að fara í skimun eða gera neitt sérstakt en fara með gát. Ef þeir fara að finna fyrir einhverjum einkennum að fara strax í sýnatöku,“ sagði Þórólfur. „Nema rakningarteymið hafi sérstaklega samband við fólk.“

Klippa: Hvetur gesti í H&M á Hafnatorgi til að fara með gát

Tengdar fréttir

Starfsmaður í H&M smitaður

Starfsmaður verslunar H&M við Hafnartorg greindist með Covid-19 á dögunum. Allt starfsfólkið fer í kjölfarið í skimun og verslunin sótthreinsuð. Lokað var í búðinni um tíma í dag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×