Smitaðir vinnufélagar mættu í vinnuna þrátt fyrir einkenni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. maí 2021 11:28 Þórólfur segir næstu daga munu leiða í ljós hvort um sé að ræða útbreitt smit. Vísir/Vilhelm Einstaklingarnir tveir sem greindust með Covid-19 í gær eru vinnufélagar á höfuðborgarsvæðinu. Báðir höfðu verið með einkenni í tvo til þrjá daga áður en þeir fóru í sýnatöku. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Vísi en hann segir óljóst hvar viðkomandi smituðust og þá á eftir að raðgreina sýnin. Hann segir að gera megi ráð fyrir að fleiri muni greinast og nokkur fjöldi muni þurfa að fara í sóttkví. „Þeir voru í vinnu og búnir að umgangast aðra með einkennin,“ segir Þórólfur og ítrekar að þetta sé nákvæmlega sú hætta sem heilbrigðisyfirvöld hafi verið að vara við; að ef fólk mæti ekki í sýnatöku við minnstu einkenni sé hætt við að aðrir verði útsettir fyrir smiti. Spurður að því hvort smitin, sem greindust bæði utan sóttkvíar, hafi áhrif á afléttingu aðgerða, segir Þórólfur það munu koma í ljós á næstu dögum. „Þetta undirstrikar það sem við erum alltaf að segja; veiran er úti í samfélaginu. Hún er ekki farin og við getum áfram séð hópsýkingar, vonandi ekki stórar, en þetta stendur allt og fellur með því hvernig fólk hegðar sér sem einstaklingar.“ Sóttvarnalæknir brýnir enn og aftur fyrir landsmönnum að fara strax í sýnatöku við minnstu einkenni og vera ekki í kringum annað fólk fyrr en niðurstöður liggja fyrir. „Við erum ekki laus við þessa veiru en ég held að við getum haldið áfram að fikra okkur í að aflétta. En þetta verður að koma í ljós á næstu dögum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Vísi en hann segir óljóst hvar viðkomandi smituðust og þá á eftir að raðgreina sýnin. Hann segir að gera megi ráð fyrir að fleiri muni greinast og nokkur fjöldi muni þurfa að fara í sóttkví. „Þeir voru í vinnu og búnir að umgangast aðra með einkennin,“ segir Þórólfur og ítrekar að þetta sé nákvæmlega sú hætta sem heilbrigðisyfirvöld hafi verið að vara við; að ef fólk mæti ekki í sýnatöku við minnstu einkenni sé hætt við að aðrir verði útsettir fyrir smiti. Spurður að því hvort smitin, sem greindust bæði utan sóttkvíar, hafi áhrif á afléttingu aðgerða, segir Þórólfur það munu koma í ljós á næstu dögum. „Þetta undirstrikar það sem við erum alltaf að segja; veiran er úti í samfélaginu. Hún er ekki farin og við getum áfram séð hópsýkingar, vonandi ekki stórar, en þetta stendur allt og fellur með því hvernig fólk hegðar sér sem einstaklingar.“ Sóttvarnalæknir brýnir enn og aftur fyrir landsmönnum að fara strax í sýnatöku við minnstu einkenni og vera ekki í kringum annað fólk fyrr en niðurstöður liggja fyrir. „Við erum ekki laus við þessa veiru en ég held að við getum haldið áfram að fikra okkur í að aflétta. En þetta verður að koma í ljós á næstu dögum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira