Hættustigi lýst yfir í Austur-Skaftafellssýslu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. maí 2021 22:46 Óvenju mikið hefur verið um gróðurelda síðustu vikur. vísir/vilhelm Hættustigi hefur nú verið lýst yfir í Austur Skaftafellssýslu vegna hættu á gróðureldum. Nánast allur vesturhelmingur landsins er nú skilgreindur sem hættusvæði en Austur Skaftafellssýsla er eina svæðið á austurhelmingi landsins þar sem hættustigi hefur verið lýst yfir. Afar lítil úrkoma hefur verið á svæðinu síðustu vikur og er áfram þurrkatíð í kortunum. Þær litlu skúrir sem hafa komið síðastliðna daga hafa ekki verið nægilegar til að bleyta jarðveginn upp heldur hefur vætan gufað hratt upp. Þá hefur næturkuldi heldur ekki hjálpað til. Mynd frá almannavörnum. Á gula svæðinu er nú í gildi hættustig en á ljósgulu höfuðborgarsvæðinu er óvissustig í gildi.almannavarnir Þegar hættustig vegna gróðurelda er í gildi á svæði er bann þar við öllum opnum eldi. Almannavarnir ítreka í tilkynningu að það hafi líklega aldrei verið mikilvægara en nú að fara sérstaklega varlega með eld á grónum svæðum, sleppa grillnotkun og notkun á verkfærum sem hitna. „Sumarbústaðaeigendur í grónu landi eru hvattir til að vera undir það búnir að ráða við minniháttar eld, því hver sekúnda getur skipt máli. Hægt er að verja hús og nánasta umhverfi og slökkva elda sem eru á byrjunarstigi með lágmarksútbúnaði eins og eldklöppum og garðslöngu. Öryggi viðstaddra er ávallt mikilvægast við slökkvistörf og kalla skal strax út viðbragðsaðila með því að hringja í 112,“ segir í tilkynningunni. Þetta eru rétt viðbrögð við gróðureldum samkvæmt leiðbeiningum almannavarna: Fyrstu viðbrögð við gróðureldi eru að hringja í Neyðarlínuna 112, greina frá því hvar eldurinn er og lýsa staðsetningu og staðháttum. Leggðu mat á aðstæður og reyndu að slökkva eldinn sem fyrst ef aðstæður leyfa án þess að taka áhættu, hafðu eigið öryggi alltaf í forgangi. Sækja skal að eldi undan vindi þannig að reykmengun hindri ekki yfirsýn og aðgerðir. Reykur frá gróðureldum í of miklu magni getur verið lífshættulegur. Klöppur, skóflur eða önnur áhöld og vatn ættu alltaf að vera tiltæk. Sé ekki ráðið við eldinn, t.d. vegna hvassviðris, skal gera ráðstafanir og mynda eldvarnarlínu í nægilegri fjarlægð undan vindi, til dæmis með því að bleyta í gróðri eða ryðja honum í burtu. Það sem almenningur og sumarhúsaeigendur eru beðnir um að hafa í huga: Ekki kveikja eld innan sem utandyra (vinnuvélar, kamínur, grill, varðeldar, flugeldar og fleira). Ekki nota einnota grill sem og venjuleg grill þar sem gróður er þéttur. Kanna flóttaleiðir við sumarhús. Huga að brunavörnum (slökkvitæki, reykskynjarar) og gera flóttaáætlun. Ekki vinna með verkfæri sem hitna mikið eða valda neista. Fjarlæga eldfim efni við hús (huga að staðsetningu gaskúta). Bleyta í gróðri kringum hús þar sem þurrt er. Gróðureldar á Íslandi Almannavarnir Hornafjörður Tengdar fréttir Tókst að slökkva sinueldana í Hvalfirði um tvöleytið í nótt Slökkvistarfi í Hvalfirði vegna sinuelda lauk um tvöleytið í nótt. Aðstæður voru erfiðar á staðnum, en vel gekk að slökkva eldinn. 19. maí 2021 08:03 Fólk eigi að láta grillið í bústaðnum vera um helgina Hættustig almannavarna vegna hættu á gróðureldum er víða enn í gildi og var viðbúnaðarstig hækkað á norðvesturhluta landsins í dag. 15. maí 2021 00:03 Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent Fleiri fréttir „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Sjá meira
Afar lítil úrkoma hefur verið á svæðinu síðustu vikur og er áfram þurrkatíð í kortunum. Þær litlu skúrir sem hafa komið síðastliðna daga hafa ekki verið nægilegar til að bleyta jarðveginn upp heldur hefur vætan gufað hratt upp. Þá hefur næturkuldi heldur ekki hjálpað til. Mynd frá almannavörnum. Á gula svæðinu er nú í gildi hættustig en á ljósgulu höfuðborgarsvæðinu er óvissustig í gildi.almannavarnir Þegar hættustig vegna gróðurelda er í gildi á svæði er bann þar við öllum opnum eldi. Almannavarnir ítreka í tilkynningu að það hafi líklega aldrei verið mikilvægara en nú að fara sérstaklega varlega með eld á grónum svæðum, sleppa grillnotkun og notkun á verkfærum sem hitna. „Sumarbústaðaeigendur í grónu landi eru hvattir til að vera undir það búnir að ráða við minniháttar eld, því hver sekúnda getur skipt máli. Hægt er að verja hús og nánasta umhverfi og slökkva elda sem eru á byrjunarstigi með lágmarksútbúnaði eins og eldklöppum og garðslöngu. Öryggi viðstaddra er ávallt mikilvægast við slökkvistörf og kalla skal strax út viðbragðsaðila með því að hringja í 112,“ segir í tilkynningunni. Þetta eru rétt viðbrögð við gróðureldum samkvæmt leiðbeiningum almannavarna: Fyrstu viðbrögð við gróðureldi eru að hringja í Neyðarlínuna 112, greina frá því hvar eldurinn er og lýsa staðsetningu og staðháttum. Leggðu mat á aðstæður og reyndu að slökkva eldinn sem fyrst ef aðstæður leyfa án þess að taka áhættu, hafðu eigið öryggi alltaf í forgangi. Sækja skal að eldi undan vindi þannig að reykmengun hindri ekki yfirsýn og aðgerðir. Reykur frá gróðureldum í of miklu magni getur verið lífshættulegur. Klöppur, skóflur eða önnur áhöld og vatn ættu alltaf að vera tiltæk. Sé ekki ráðið við eldinn, t.d. vegna hvassviðris, skal gera ráðstafanir og mynda eldvarnarlínu í nægilegri fjarlægð undan vindi, til dæmis með því að bleyta í gróðri eða ryðja honum í burtu. Það sem almenningur og sumarhúsaeigendur eru beðnir um að hafa í huga: Ekki kveikja eld innan sem utandyra (vinnuvélar, kamínur, grill, varðeldar, flugeldar og fleira). Ekki nota einnota grill sem og venjuleg grill þar sem gróður er þéttur. Kanna flóttaleiðir við sumarhús. Huga að brunavörnum (slökkvitæki, reykskynjarar) og gera flóttaáætlun. Ekki vinna með verkfæri sem hitna mikið eða valda neista. Fjarlæga eldfim efni við hús (huga að staðsetningu gaskúta). Bleyta í gróðri kringum hús þar sem þurrt er.
Fyrstu viðbrögð við gróðureldi eru að hringja í Neyðarlínuna 112, greina frá því hvar eldurinn er og lýsa staðsetningu og staðháttum. Leggðu mat á aðstæður og reyndu að slökkva eldinn sem fyrst ef aðstæður leyfa án þess að taka áhættu, hafðu eigið öryggi alltaf í forgangi. Sækja skal að eldi undan vindi þannig að reykmengun hindri ekki yfirsýn og aðgerðir. Reykur frá gróðureldum í of miklu magni getur verið lífshættulegur. Klöppur, skóflur eða önnur áhöld og vatn ættu alltaf að vera tiltæk. Sé ekki ráðið við eldinn, t.d. vegna hvassviðris, skal gera ráðstafanir og mynda eldvarnarlínu í nægilegri fjarlægð undan vindi, til dæmis með því að bleyta í gróðri eða ryðja honum í burtu.
Ekki kveikja eld innan sem utandyra (vinnuvélar, kamínur, grill, varðeldar, flugeldar og fleira). Ekki nota einnota grill sem og venjuleg grill þar sem gróður er þéttur. Kanna flóttaleiðir við sumarhús. Huga að brunavörnum (slökkvitæki, reykskynjarar) og gera flóttaáætlun. Ekki vinna með verkfæri sem hitna mikið eða valda neista. Fjarlæga eldfim efni við hús (huga að staðsetningu gaskúta). Bleyta í gróðri kringum hús þar sem þurrt er.
Gróðureldar á Íslandi Almannavarnir Hornafjörður Tengdar fréttir Tókst að slökkva sinueldana í Hvalfirði um tvöleytið í nótt Slökkvistarfi í Hvalfirði vegna sinuelda lauk um tvöleytið í nótt. Aðstæður voru erfiðar á staðnum, en vel gekk að slökkva eldinn. 19. maí 2021 08:03 Fólk eigi að láta grillið í bústaðnum vera um helgina Hættustig almannavarna vegna hættu á gróðureldum er víða enn í gildi og var viðbúnaðarstig hækkað á norðvesturhluta landsins í dag. 15. maí 2021 00:03 Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent Fleiri fréttir „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Sjá meira
Tókst að slökkva sinueldana í Hvalfirði um tvöleytið í nótt Slökkvistarfi í Hvalfirði vegna sinuelda lauk um tvöleytið í nótt. Aðstæður voru erfiðar á staðnum, en vel gekk að slökkva eldinn. 19. maí 2021 08:03
Fólk eigi að láta grillið í bústaðnum vera um helgina Hættustig almannavarna vegna hættu á gróðureldum er víða enn í gildi og var viðbúnaðarstig hækkað á norðvesturhluta landsins í dag. 15. maí 2021 00:03