Flóttafólk svelt til hlýðni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. maí 2021 13:43 Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata. vísir/Vilhelm „Nú eru tíu umsækjendur um alþjóðlega vernd komnir á götuna eftir að Útlendingastofnun henti þeim út og svipti þá framfærslu. Skítt með mannúð og mannréttindi, það á að svelta þetta flóttafólk til hlýðni þannig að sé hægt að pína það aftur í óboðlegar aðstæður í gríska hæliskerfið,“ sagði Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata á Alþingi í dag. Hann gagnrýndi stefnu íslenskra stjórnvalda í útlendingamálum harðlega og sagði réttnefni hennar vera „Út á guð og gaddinn“. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við Ahmed Irheem, frá Gaza í Palestínu. Honum hefur verið synjað um alþjóðlega vernd hér á landi án þess að umsókn hans hafi verið tekin til efnislegrar meðferðar þar sem hann hefur áður hlotið vernd í Grikklandi. Til stendur að endursenda hann þangað en Rauði krossinn hefur ítrekað sagt það ekki vera forsvaranlegt þaí ljósi þess að aðstæður flóttamanna séu óboðlegar. Ahmed hefur ásamt fleiri umsækendum neitað að fara í covid-próf sem er forsenda flutnings úr landi. Í kjölfar þess hefur Útlendingastofnun svipt þá þjónustu. Andrés Ingi benti á að í hópi þeirra tíu einstaklinga sem búið sé að svipta þjónustu séu Palestínumenn og kallaði eftir raunverulegum stuðningi með palestínsku þjóðinni. „Hvað með til dæmis samstöðu með þeim einstaklingum sem hafa þurft að flýja átökin undanfarna daga? Það hafa hellst yfir okkur fréttir af umsækjendum um alþjóðlega vernd sem íslensk stjórnvöld ætla að endursenda til Grikklands. Í þeim hópi er meðal annars fólk sem fyrst flúði ástandið í Gasa og fékk hæli á Grikklandi. Þurfti svo aftur að leggja á flótta úr ónýtu verndarkerfi Grikklands. Þessu fólki ætla íslensk stjórnvöld ekki einu sinni að sýna þá virðingu að taka mál þeirra til efnislegrar meðferðar.“ „Það dugar ekki að fordæma ofbeldi almennum orðum en fara eins og köttur í kringum heitan grautinn að gera eitthvað í alvöru,“ sagði Andrés Ingi. Alþingi Palestína Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Sjá meira
Hann gagnrýndi stefnu íslenskra stjórnvalda í útlendingamálum harðlega og sagði réttnefni hennar vera „Út á guð og gaddinn“. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við Ahmed Irheem, frá Gaza í Palestínu. Honum hefur verið synjað um alþjóðlega vernd hér á landi án þess að umsókn hans hafi verið tekin til efnislegrar meðferðar þar sem hann hefur áður hlotið vernd í Grikklandi. Til stendur að endursenda hann þangað en Rauði krossinn hefur ítrekað sagt það ekki vera forsvaranlegt þaí ljósi þess að aðstæður flóttamanna séu óboðlegar. Ahmed hefur ásamt fleiri umsækendum neitað að fara í covid-próf sem er forsenda flutnings úr landi. Í kjölfar þess hefur Útlendingastofnun svipt þá þjónustu. Andrés Ingi benti á að í hópi þeirra tíu einstaklinga sem búið sé að svipta þjónustu séu Palestínumenn og kallaði eftir raunverulegum stuðningi með palestínsku þjóðinni. „Hvað með til dæmis samstöðu með þeim einstaklingum sem hafa þurft að flýja átökin undanfarna daga? Það hafa hellst yfir okkur fréttir af umsækjendum um alþjóðlega vernd sem íslensk stjórnvöld ætla að endursenda til Grikklands. Í þeim hópi er meðal annars fólk sem fyrst flúði ástandið í Gasa og fékk hæli á Grikklandi. Þurfti svo aftur að leggja á flótta úr ónýtu verndarkerfi Grikklands. Þessu fólki ætla íslensk stjórnvöld ekki einu sinni að sýna þá virðingu að taka mál þeirra til efnislegrar meðferðar.“ „Það dugar ekki að fordæma ofbeldi almennum orðum en fara eins og köttur í kringum heitan grautinn að gera eitthvað í alvöru,“ sagði Andrés Ingi.
Alþingi Palestína Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Sjá meira