Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Samúel Karl Ólason skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Íslenskir ráðamenn hvöttu utanríkisráðherra Bandaríkjanna til að beita sér fyrir friði á Gasasvæðinu á fundi með honum í dag. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, fylgdist með fundum Antony Blinken með utanríkisráðherra, forsætisráðherra og forseta Íslands í dag og segir frá því helsta í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Þá sýnum við frá mótmælum víða um heim gegn loftárásum Ísraela á Gasasvæðinu. Rætt verður við Palestínumann sem sækir um hæli á Íslandi til að bjarga fjölskyldu sinni af svæðinu, sem er þar enn.

Rætt verður við heilbrigðisráðherra í kvöldfréttum um næstu tilslakanir á samkomubanni. Hún telur nær öruggt að í næstu viku verði farið upp í hundrað manna mörk.

Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur, telur sóun að reisa varnargarða á gosstöðvunum enda sé engin leið að stöðva hraunið og forstjóri Play segir miðasölu fara vel af stað, Íslendingar séu greinilega þyrstir í sólina.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 kl. 18:30.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.