Eurovisionvaktin: Engum hlíft á fyrra undankvöldinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. maí 2021 17:31 Litháar, Svíar, Norðmenn, Kýpverjar og Maltverjar eru á meðal þeirra sem eiga fulltrúa í fyrri undanúrslitunum í Ahoy-höllinni í kvöld. Fulltrúar áðurnefndra landa sjást hér á mynd - sumir sigurstranglegri en aðrir. En við spyrjum að sjálfsögðu að leikslokum. Getty/Hjalti Fyrra undankvöld Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2021 verður haldið í Ahoy-höllinni í Rotterdam í kvöld. Hér í Eurovisionvaktinni, sem finna má neðst í fréttinni, fylgist sérlegur Eurovision-sérfræðingur Vísis með atriðum kvöldsins; rýnir þau, dæmir og setur jafnvel í sögulegt samhengi. Ekkert er henni óviðkomandi - og engum verður hlíft. En þá að praktískum atriðum. Útsendingin hefst klukkan 19 að íslenskum tíma og á svið stíga fulltrúar sextán landa í eftirfarandi röð: Litháen, Slóvenía, Rússland, Svíþjóð, Ástralía, Norður-Makedónía, Írland, Kýpur, Noregur, Króatía, Belgía, Ísrael, Rúmenía, Aserbaídsjan, Úkraína og Malta. Þau tíu lönd sem hljóta náð fyrir augum Evrópubúa og dómnefndar komast áfram á úrslitakvöld keppninnar, sem fram fer á laugardag. Beina útsendingu EBU frá undankvöldinu má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Og í vaktinni hér fyrir neðan svo má nálgast beina textalýsingu Vísis frá keppni kvöldsins, auk viðbótarfróðleiks og Eurovision-meinfýsni af Graham Norton-kalíberi. Lokið Twitter, rífið ykkur í gang og tjúnið inn á Eurovisionvaktina í kvöld. Ábendingar og vangaveltur sem átt gætu í vaktina sendist á kro@stod2.is.
En þá að praktískum atriðum. Útsendingin hefst klukkan 19 að íslenskum tíma og á svið stíga fulltrúar sextán landa í eftirfarandi röð: Litháen, Slóvenía, Rússland, Svíþjóð, Ástralía, Norður-Makedónía, Írland, Kýpur, Noregur, Króatía, Belgía, Ísrael, Rúmenía, Aserbaídsjan, Úkraína og Malta. Þau tíu lönd sem hljóta náð fyrir augum Evrópubúa og dómnefndar komast áfram á úrslitakvöld keppninnar, sem fram fer á laugardag. Beina útsendingu EBU frá undankvöldinu má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Og í vaktinni hér fyrir neðan svo má nálgast beina textalýsingu Vísis frá keppni kvöldsins, auk viðbótarfróðleiks og Eurovision-meinfýsni af Graham Norton-kalíberi. Lokið Twitter, rífið ykkur í gang og tjúnið inn á Eurovisionvaktina í kvöld. Ábendingar og vangaveltur sem átt gætu í vaktina sendist á kro@stod2.is.
Eurovision Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira