„Við verðum að standa með mannréttindum og eigin samvisku“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. maí 2021 12:08 Yousef Ingi Tamimi segir að tími yfirlýsinga sé liðinn, nú þurfi íslensk stjórnvöld að setja viðskiptabann á Ísrael. Einn forsvarsmanna mótmælanna við Hörpu í morgun segir að nú þurfi íslensk stjórnvöld að sýna Palestínumönnum stuðning í verki og setja viðskiptabann á Ísrael. Þá sé stuðningi Bandaríkjanna við hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna gegn Palestínu harðlega mótmælt. Félagið Ísland Palestína, aktívistar og vinir Palestínu komu saman við við Hörpu klukkan níu í morgun með Palestínuskilti á lofti. Markmið þeirra var að minna utanríkisráðherra Bandaríkjanna á málstað frjálsrar Palestínu í skugga árása Ísraelshers á landið. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna hóf fyrsta fund sinn hér á landi í Hörpu klukkan tíu í morgun með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra. Hann hittir forsætisráðherra, forseta Íslands og fleiri í Hörpu í dag. Yousef Ingi Tamimi er einn þeirra sem skipulagði mótmælin við Hörpu. „Við sjáum það núna að Bandaríkjastjórn hefur lýst yfir nánast einhliða stuðningi við Ísrael. Það skiptir ekki máli hversu mörg börn Ísraelsher drepur eða hvaða greinar Genfarsáttmálans Ísraelsher brýtur, það skiptir ekki máli hvað Ísraelsher gerir, Bandaríkjastjórn styður alltaf við bakið á Ísrael. Ég tel að utanríkisráðherra Bandaríkjanna muni reyna að sannfæra utanríkisráðherrann okkar, forsætisráðherra og forsetann að stuðningurinn sé mikilvægur til að halda friðinn. Hann segir mikilvægt að íslensk stjórnvöld sendi Bandaríkjunum og Ísrael skýr skilaboð. „Og segi einfaldlega nei nú verðum við að draga Ísrael til ábyrgðar svo þeir fari að virða mannréttindi, hætta þjóðernishreinsunum og koma í veg fyrir þetta stöðuga hernám og landrán sem áð sér stað í Palestínu Fram hefur komið að forsætisráðherra ætli að hvetja utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands til þess að beita sér fyrir friðsamlegri lausn á átökum Ísraels og Palestínu. Yousef segir það ekki nóg. „Við erum að krefjast meira að íslensk stjórnvöld standi í lappirnar og segi kæru Bandaríkjamenn við ætlum ekki að hlusta á þessar endalausu afsakanir fyrir Ísraelsmenn við ætlum að setja viðskiptabann á þá,“ segir hann. Hann telur viðbrögð íslenskra stjórnvalda hafa mikið vægi. „Ísland hefur rosa sterka rödd. Við viðurkenndum Eystrasaltsríkin og erum fljót að taka þátt í að sniðganga og setja viðskiptabann á önnur ríki sem virða ekki mannréttindi og það á ekkert að taka Ísrael út fyrir sviga. Ég vona að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra standi upp og segi hingað og ekki lengra. Við verðum að standa með mannréttindum og eigin samvisku. Við erum að tala um 70 ár með stöðugum yfirlýsingum sem hafa ekki skilað neinu nema auknu hernámi, þjóðernishreinsunum, landráni og morðum á palestínskum borgurum,“ segir Yousef. Félagið Ísland Palestína boðar til kyrrðarstundar við Reykjavíkurtjörn klukkan tíu í kvöld. Í tilkynningu kemur fram að þar verði kveikt á kertum til minningar um þau börn og fullorðna sem hafa verið myrt af Ísraelsher í óhugnanlegum árásum þeirra á Palestínu síðustu 9 daga. Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bandaríkin Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Félagið Ísland Palestína, aktívistar og vinir Palestínu komu saman við við Hörpu klukkan níu í morgun með Palestínuskilti á lofti. Markmið þeirra var að minna utanríkisráðherra Bandaríkjanna á málstað frjálsrar Palestínu í skugga árása Ísraelshers á landið. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna hóf fyrsta fund sinn hér á landi í Hörpu klukkan tíu í morgun með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra. Hann hittir forsætisráðherra, forseta Íslands og fleiri í Hörpu í dag. Yousef Ingi Tamimi er einn þeirra sem skipulagði mótmælin við Hörpu. „Við sjáum það núna að Bandaríkjastjórn hefur lýst yfir nánast einhliða stuðningi við Ísrael. Það skiptir ekki máli hversu mörg börn Ísraelsher drepur eða hvaða greinar Genfarsáttmálans Ísraelsher brýtur, það skiptir ekki máli hvað Ísraelsher gerir, Bandaríkjastjórn styður alltaf við bakið á Ísrael. Ég tel að utanríkisráðherra Bandaríkjanna muni reyna að sannfæra utanríkisráðherrann okkar, forsætisráðherra og forsetann að stuðningurinn sé mikilvægur til að halda friðinn. Hann segir mikilvægt að íslensk stjórnvöld sendi Bandaríkjunum og Ísrael skýr skilaboð. „Og segi einfaldlega nei nú verðum við að draga Ísrael til ábyrgðar svo þeir fari að virða mannréttindi, hætta þjóðernishreinsunum og koma í veg fyrir þetta stöðuga hernám og landrán sem áð sér stað í Palestínu Fram hefur komið að forsætisráðherra ætli að hvetja utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands til þess að beita sér fyrir friðsamlegri lausn á átökum Ísraels og Palestínu. Yousef segir það ekki nóg. „Við erum að krefjast meira að íslensk stjórnvöld standi í lappirnar og segi kæru Bandaríkjamenn við ætlum ekki að hlusta á þessar endalausu afsakanir fyrir Ísraelsmenn við ætlum að setja viðskiptabann á þá,“ segir hann. Hann telur viðbrögð íslenskra stjórnvalda hafa mikið vægi. „Ísland hefur rosa sterka rödd. Við viðurkenndum Eystrasaltsríkin og erum fljót að taka þátt í að sniðganga og setja viðskiptabann á önnur ríki sem virða ekki mannréttindi og það á ekkert að taka Ísrael út fyrir sviga. Ég vona að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra standi upp og segi hingað og ekki lengra. Við verðum að standa með mannréttindum og eigin samvisku. Við erum að tala um 70 ár með stöðugum yfirlýsingum sem hafa ekki skilað neinu nema auknu hernámi, þjóðernishreinsunum, landráni og morðum á palestínskum borgurum,“ segir Yousef. Félagið Ísland Palestína boðar til kyrrðarstundar við Reykjavíkurtjörn klukkan tíu í kvöld. Í tilkynningu kemur fram að þar verði kveikt á kertum til minningar um þau börn og fullorðna sem hafa verið myrt af Ísraelsher í óhugnanlegum árásum þeirra á Palestínu síðustu 9 daga.
Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bandaríkin Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira